fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

Telja að allt að 18 km þykkt demantalag umlyki Merkúr

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 17:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega lumar minnsta pláneta sólkerfisins, Merkúr, á stóru leyndarmáli því hugsanlega er hún þakin þykku demantalagi og gæti það verið allt að 18 km þykkt.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn Sky News sem segir að kínverskir og belgískir vísindamenn hafi notað gögn, sem MESSENGER geimfar NASA, aflaði frá 2004 til 2015, til að rannsaka uppbyggingu plánetunnar.

Telja þeir hugsanlegt að þykkt demantalag umlyki hana og að tvö ferli gætu hafa valdið því að þessi demantslög mynduðust.

Annað er að hraunhaf hafi kristallast en það ferli myndaði að öllum líkindum aðeins mjög þunnt demantslag um kjarna plánetunnar sagði Olivier Namur, sem vann að rannsókninni, í samtali við Space.com.

Hann sagði að hitt ferlið og það mikilvægara sé að málmkjarni plánetunnar hafi kristallast.

Þegar Merkúr myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára, var málmkjarninn algjörlega fljótandi en með tímanum kristallaðist hann að sögn Namur.

Í rannsókninni kemur fram að við gríðarlega mikinn þrýsting, þá hafi kolefnið í möttlinum breyst í demant. Demanturinn hafi síðan flotið upp á yfirborð kjarnans og myndað lag á milli þess og möttulsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?
Pressan
Í gær

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram
Pressan
Í gær

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“