Nýlega var hin 49 ára gamla Amy Smyth Murphy í hefðbundnum göngutúr í grennd við heimili sitt í New Jersey-fylki þegar hún rakst á græna flösku í sandinum. Þegar hún skoðaði flöskuna nánar kom í ljós að skilaboð virtust vera í flöskunni. Um var að ræða nafnspjald frá árinu 1876 og handskrifuð kveðja frá sendandanum sem kom skilaboðunum fyrir í flöskunni fyrir 146 árum síðan, að öllum líkindum.
Elsta flöskuskeyti sem þekkist, samkvæmt Guiness World Records, fannst í Ástralínu árið 2018 en það er frá árinu 1886, áratug síðar en flöskuskeytið sem Smyth Murphy fann á dögunum.
Smyth Murphy hefur tilkynnt fundinn til Guiness-heimsmetabókarinnar og bíður nú eftir því að málið verði tekið fyrir. Á meðan dundar hún sér við að rannsaka þær vísbendingar sem finna mátti í flöskuskeytinu. Nafnspjaldið tilheyrði fyrirtæki sem var starfrækt um þetta leyti í í Philadelphiu og í kveðjunni var meðal annars minnst á skútuna Neptune sem samkvæmt gömlum dagblöðum lagðist að bryggju við Atlantic City í New Jersey árið 1886.
Allt styður þetta við þann möguleika að Smyth Murphy hafi fundið elsta flöskuskeyti sögunnar þó ekki haf skeytið ferðast langa leið.