fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

„Dreki“ og „lífsins tré“ fundust á hafsbotni

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 15:30

Þetta er Yggdrasill á hafsbotni. Mynd:MARUM – Center for Marine Environmental Sciences, University of Bremen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið neðansjávarhitasvæði á miklu dýpi við Svalbarða. Þetta kom mjög á óvart því talið var að svæðið vværi „dautt“ jarðfræðilega séð.

Live Science skýrir frá þessu og segir að um tvö svæði sé að ræða þar sem eru einhverskonar ventlar þar sem heitt vatn streymir út í sjóinn sem og dularfullir málmar. Ventlarnir eru á 3 km dýpi suðvestan við Svalbarða.

Ventlarnir hafa fengið nöfn og eru þau sótt í norræna goðafræði. Það er engin tilviljun því svæðið sem þeir eru á heitir „Jötnar“ en það er um 1 km á lengd og 200 metrar á breidd. Þar eru bæði virkir og óvirkir ventlar.

Einn stærsti ventillinn, sem er með marga strompa og greinar, hefur fengið nafnið Yggdrasill en það er nafnið á lífsins tré í norrænni goðafræði.  Annar ventill hefur fengið nafnið Níðhöggur sem var dreki í höggormslíki sem bjó í Yggdrasil og nagaði rætur trésins.

Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í vísindaritinu Scientific Reports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?

Af hverju er botninn á gosdósum ekki flatur?
Pressan
Í gær

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram

Myrti fjóra í skólanum sínum – Nú streyma skelfilegar sögur um fjölskylduna fram
Pressan
Í gær

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni

Skrímslið í Avignon segir lögreglu hafa rústað lífi sínu – Allir væru hamingjusamari hefði hann áfram fengið að brjóta gegn eiginkonu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“