fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Pressan

Það að gerast grænmetisæta í skamman tíma getur hugsanlega hægt á öldrunarferlinu

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 14:30

Grænmeti er allra meina bót. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef maður gerist grænmetisæta í tvo mánuði, þá gæti það hægt á öldrunarferli líkamans. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem var gerð með þátttöku eineggja tvíbura.

Live Science skýrir frá þessu og segir að 21 par heilbrigðra eineggja tvíbura hafi tekið þátt í rannsókninni. Annar tvíburinn, í hverju pari, borðaði grænmetisfæði á meðan hinn borðaði fjölbreyttan mat sem innihélt grænmeti, kjöt, egg og mjólkurvörur. Þeir héldu sig við þetta mataræði í átta vikur.

Ástæðan fyrir því að eineggja tvíburar voru notaðir í rannsókninni er að þar sem erfðaefni þeirra er hið sama, þá er auðveldara að einangra áhrif mataræðis sem geri rannsóknina auðveldari.

Tvíburarnir voru um fertugt að meðaltali og aðallega konur. Þeir borðuðu mat, sem vísindamennirnir útbjuggu fyrir þá, fyrstu fjórar vikurnar. Síðari fjórar vikurnar sáu þeir sjálfir um eldamennskuna eftir að hafa sótt kennslu í næringarfræði.

Vísindamennirnir rannsökuðu blóð tvíburanna þegar rannsóknin hófst, eftir fjórar vikur og þegar henni lauk.

Eftir átta vikur höfðu orðið markverðar breytingar á DNA metelýringu þeirra sem borðuðu grænmetisfæði. En hjá þeim sem borðuðu ekki eingöngu grænmetisfæði höfðu engar breytingar orðið.

Breytingar á metelýringu hafa verið tengdar við hversu hratt öldrun á sér stað. Vísindamenn hafa áður rannsakað þessar breytingar til að búa til „klukkur“ sem sýna hámarksævilengd lífvera.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMC Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjónvarpsstjarna greiddi dæmdum barnaníðingi fyrir að senda sér myndefni

Sjónvarpsstjarna greiddi dæmdum barnaníðingi fyrir að senda sér myndefni
Pressan
Í gær

Ætlaði að ráða Trump af dögum: Sonur hans segir að hann sé frábær pabbi og alls ekki ofbeldisfullur

Ætlaði að ráða Trump af dögum: Sonur hans segir að hann sé frábær pabbi og alls ekki ofbeldisfullur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók viðtöl við 70 foreldra barna sem hafa náð góðum árangri í lífinu – Þetta gerðu þau

Tók viðtöl við 70 foreldra barna sem hafa náð góðum árangri í lífinu – Þetta gerðu þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er loks vitað af hverju Grænlandshákarlar eru svona langlífir

Nú er loks vitað af hverju Grænlandshákarlar eru svona langlífir