Þetta veldur því að þær vaxa hraðar en plönturnar á yfirborðinu og nota um leið minna af byggingarefni lífsins.
Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science.
Dashiwei Tainakeng Group svæðið er einstakt því þar eru 20 risastórar holur, sem mynduðust við jarðsig, á um 20 ferkílómetra svæði. Þessar holur, sem eru kallaðar „tiankeng“ eru meðal síðustu náttúrulegra svæða þar sem fornir skógar þrífast. Ekki er útilokað að í þessum skógum séu lífverur sem hafa ekki fundist áður.
Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Chinese Journal of Plant Ecology, kemur fram að plöntur í holunum innihalda mikið af köfnunarefni, fosfór, kalsíum og magnesíum en það gerir þeim kleift að vaxa vel og nýta hið litla sólarljós, sem nær niður til þeirra, á sem bestan hátt.
Segja vísindamennirnir að plöntur geti lagað sig að mismunandi umhverfi með því að stilla næringarinnihald sitt af.