fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Pressan

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Pressan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 12:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Tempe í Arizona rannsakar nú hvernig á því stendur að enginn tók eftir því að sextug kona, sem starfaði á skrifstofu Wells Fargo, væri látin við skrifborðið sitt í nokkra daga.

Konan, hin sextuga Denise Prudhomme, mætti til vinnu klukkan 7 að morgni síðastliðinn föstudag og skannaði sig inn með starfsmannaskírteini. Hún notaði kortið ekki til að skanna sig út og var það ekki fyrr en á þriðjudeginum, fjórum dögum eftir að hún mætti til vinnu, að hún fannst látin við skrifborðið sitt.

Virðist hún hafa dáið einhvern tímann á föstudeginum án þess að nokkur tæki eftir því og þá höfðu aðstandendur hennar ekki tilkynnt um að hennar væri saknað.

Dánarorsök liggur ekki fyrir og segir lögregla að ekki leiki grunur á saknæmu athæfi. Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að einhverjir starfsmenn hafi fundið slæma lykt á skrifstofunni áður en Denise fannst en ekki dottið í hug að lyktin væri vegna líks.

Denise vann á þriðju hæð hússins og segir talsmaður Wells Fargo að skrifborð hennar hafi ekki verið í alfaraleið á hæðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Launahæsta kona í heimi
Banaslys í Árborg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Felldu fjóra leiðtoga Íslamska ríkisins

Felldu fjóra leiðtoga Íslamska ríkisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drama í skákinni – Notaðir smokkar og klám

Drama í skákinni – Notaðir smokkar og klám
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa óvart komið af stað sögum um kattaát sem Trump og Vance tóku heilshugar undir

Segist hafa óvart komið af stað sögum um kattaát sem Trump og Vance tóku heilshugar undir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að þessi einfalda „brella“ geti aukið þyngdartap þegar fólk er í megrun

Segja að þessi einfalda „brella“ geti aukið þyngdartap þegar fólk er í megrun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðkaupshörmungar – Brúðguminn drap svaramanninn

Brúðkaupshörmungar – Brúðguminn drap svaramanninn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum