Það var kanadískt námufélag sem fann demantinn en hann er 2.492 karöt. Aðeins Cullinan-demanturinn er stærri en hann er 3.106 karöt.
Danska ríkisútvarpið hefur eftir Henrik Mathiesen, demantasérfræðingi, að fundur demantsins séu stórtíðindi í demantaheiminum, það sé ekki daglegt brauð að svo stór demantur finnist.
Hann sagðist ekki geta sagt til um verðmæti demantsins en það muni sérfræðingar GIA í Bandaríkjunum væntanlega gera.
Hann sagðist ekki reikna með að demanturinn verði seldur og að líklega verði hann ekki slípaður, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Líklega endi hann á stóru safni í Bandaríkjunum.