fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Pressan

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Pressan
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 21:30

Nicolas Paul Grubb.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum 50 árum, eða þann 16. janúar 1977, gengu fjallgöngumenn fram á frosið lík karlmanns í Pennsylvaníu-ríki á hinni þekktu Appalachian-gönguleið. Líkið var í helli í nokkur hundruð metra hæð og í vasa mannsins voru 1,78 dollarar.

Þrátt fyrir rannsókn lögreglu á sínum tókst ekki að bera kennsl á göngumanninn og hlaut hann þess vegna viðurnefnið Pinnacle-maðurinn þar sem líkið fannst á svæði sem kallast því nafni.

Yfirvöld í Berks-sýslu í Pennsylvaníu tilkynntu í vikunni að þeim hefði loksins tekist að bera kennsl á manninn. Nú er komið í ljós að Pinnacle-maðurinn hét Nicolas Paul Grubb og var 27 ára þegar hann lagði af stað í ferðina örlagaríku. Nicolas var búsettur í bænum Fort Washington í um hundrað kílómetra fjarlægð frá staðnum sem hann fannst á.

Krufning á sínum tíma leiddi í ljós að maðurinn ónefndi hefði látist eftir að hafa tekið of stóran skammt af flogaveikilyfjum og slævandi lyfjum. Var talið að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Að lokum fór það svo að hann var grafinn í ómerktri gröf í grafreit í Berks-sýslu og var mál hans mörgum gleymt.

Það var hins vegar árið 2019 að tilraunir hófust á nýjan leik að bera kennsl á manninn, meðal annars með DNA-rannsókn og rannsókn á fingraförum sem tekin höfðu verið. Það tókst að lokum og hafa eftirlifandi aðstandendur Nicolas verið látnir vita.

Í frétt NBC kemur fram að þessa dagana sé verið að vinna í því að færa jarðneskar leifar hans yfir í grafreit þar sem aðrir aðstandendur hans hvíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Árborg
Pressan
Í gær

Yngstur til að ferðast til allra landa heimsins: Nefnir besta landið og það versta

Yngstur til að ferðast til allra landa heimsins: Nefnir besta landið og það versta
Pressan
Í gær

Þingmaður tók þátt í að deila samsæriskenningu til að réttlæta slæma frammistöðu Trump í kappræðunum

Þingmaður tók þátt í að deila samsæriskenningu til að réttlæta slæma frammistöðu Trump í kappræðunum
Pressan
Í gær

Unglingur grunaður um að hafa skotið þrennt til bana

Unglingur grunaður um að hafa skotið þrennt til bana
Pressan
Í gær

Loftsteinn á stærð við skýjakljúf þýtur nærri jörðinni á morgun

Loftsteinn á stærð við skýjakljúf þýtur nærri jörðinni á morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum