Þrátt fyrir rannsókn lögreglu á sínum tókst ekki að bera kennsl á göngumanninn og hlaut hann þess vegna viðurnefnið Pinnacle-maðurinn þar sem líkið fannst á svæði sem kallast því nafni.
Yfirvöld í Berks-sýslu í Pennsylvaníu tilkynntu í vikunni að þeim hefði loksins tekist að bera kennsl á manninn. Nú er komið í ljós að Pinnacle-maðurinn hét Nicolas Paul Grubb og var 27 ára þegar hann lagði af stað í ferðina örlagaríku. Nicolas var búsettur í bænum Fort Washington í um hundrað kílómetra fjarlægð frá staðnum sem hann fannst á.
Krufning á sínum tíma leiddi í ljós að maðurinn ónefndi hefði látist eftir að hafa tekið of stóran skammt af flogaveikilyfjum og slævandi lyfjum. Var talið að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Að lokum fór það svo að hann var grafinn í ómerktri gröf í grafreit í Berks-sýslu og var mál hans mörgum gleymt.
Það var hins vegar árið 2019 að tilraunir hófust á nýjan leik að bera kennsl á manninn, meðal annars með DNA-rannsókn og rannsókn á fingraförum sem tekin höfðu verið. Það tókst að lokum og hafa eftirlifandi aðstandendur Nicolas verið látnir vita.
Í frétt NBC kemur fram að þessa dagana sé verið að vinna í því að færa jarðneskar leifar hans yfir í grafreit þar sem aðrir aðstandendur hans hvíla.