fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Pressan

Ótrúleg ávöxtun norska olíusjóðsins

Pressan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 07:30

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að stjórnendum norska olíusjóðsins, sem er sjóður í eigu norsku þjóðarinnar, sem ágóði af olíuvinnslu er látinn renna í, hafi staðið sig vel á fyrri helmingi ársins við að ávaxta sjóðinn.

Ávöxtun sjóðsins var 8,6%, í norskum krónum talið 1.478 milljarðar en það svarar til um 19.000 milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í hálfsárs uppgjöri sjóðsins sem var birt á miðvikudaginn.

Fram kemur að fjárfestingar sjóðsins í tæknifyrirtækjum hafi skilað bestu ávöxtuninni eða 27,9%.

Sjóðurinn er varasjóður fyrir ríkið og veitir stjórnmálamönnum meiri möguleika þegar kemur að efnahagsmálum landsins. En það má ekki nota meira en þrjú prósent af olíusjóðnum á ári.

Heildarverðmæti sjóðsins nú er 17.745 milljarðar norskra króna, það svarar til um 230.000 milljarða íslenskra króna. Verðmæti hans jókst um 1.980 milljarða norskra króna á fyrri helmingi ársins. Auk fyrrgreindrar ávöxtunar þá jókst verðmæti hans vegna gengissveiflna og innborgana frá ríkinu.

Eignir sjóðsins svara til að hver Norðmaður eigi um þrjár milljónir norskra króna í honum.

Sjóður á 11.155 fjárfestingar í 71 landi. Þetta eru fjárfestingar í hlutabréfum, skuldabréfum, fasteignum og umhverfisvænum innviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt