fbpx
Föstudagur 13.september 2024
Pressan

Nýjar reglur hjá Vottum Jehóva – Leitið að þeim útskúfuðu

Pressan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 03:54

Nýju reglurnar koma frá æðsta ráði Votta Jehóva en það er í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar nýjar reglur hafa tekið gildi hjá Vottum Jehóva. Meðal annars hafa margir útskúfaðir fyrrum meðlimir fengið heimsóknir að undanförnu frá núverandi meðlimum safnaðarins.

Að auki hafa nýjar reglur tekið gildi um klæðaburð, foreldrasamtöl við ungmenni sem stunda kynlíf og svo auðvitað fyrrgreind regla um að heimsækja skuli útskúfaða.

Ekstra Bladet segir að fleiri reglur hafi einnig verið kynntar meðlimum um allan heim en þær koma frá hinu svokallaða „stýriráði“ í Bandaríkjunum en það er hið ráðandi vald hjá Vottum Jehóva. „Jehóva vill gjarnan að þeir útskúfuðu taki sönsum og sleppi úr gildru djöfulsins,“ segir Mark Sanderson, einn meðlima „stýriráðsins“ í myndbandi sem var birt á heimasíðu safnaðarins.

Ráðið segir að nýju reglurnar séu tilkomnar vegna þess að í bænum, rannsóknum, hugleiðslu og umræðum ráðsins hafi það íhugað hvernig sé hægt að sýna þeim sem hafa framið „alvarleg afbrot“ „miskunn Jehóva“.

„Útskúfaðir“ meðlimir eru þeir sem hafa yfirgefið söfnuðinn, af eigin hvötum eða þá verið reknir. Nú eiga háttsettir meðlimir í hverri safnaðareiningu að heimsækja þetta fólk, biðja með því og hvetja það með kærleika til að snúa aftur í söfnuðinn.

Þessar nýju reglur ná til þeirra sem hafa yfirgefið Vottana nýlega sem og þá sem voru útilokaðir frá söfnuðinum fyrir mörgum árum síðan.

Samkvæmt gömlu reglunum þá máttu safnaðarmeðlimir ekki eiga nein samskipti við útskúfaða. Þeir máttu í raun ekki segja „hæ“ við þá, ekki einu sinni þótt um barn viðkomandi safnaðarmeðlims væri að ræða, systkini eða foreldra. En með nýju reglunum er opnað á að það má heilsa útskúfuðum stuttlega. „Við viljum auðvitað ekki að um langt samtal eða samveru sé að ræða með útskúfuðum, en við þurfum heldur ekki að hunsa þau alveg,“ segir stýriráðið.

Ef skírðir meðlimir Votta Jehóva, sem eru yngri en 18 ára, gerast sekir um „siðleysi“ eiga þeir á hættu að verða reknir úr söfnuðinum. Siðleysi getur verið að eignast kærasta/kærustu, samkynhneigð, kynlíf utan hjónabands, daður, að kyssast, að horfa á klám og að stunda sjálfsfróun. Með nýju reglunum fær unga fólkið nú auka tækifæri til að „iðrast“ og breyta hegðun sinni áður en til tals kemur að reka það úr söfnuðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt