fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Pressan

Unglingur missti fótlegg í hákarlaárás

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 06:30

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán ára bandarísk stúlka missti fótlegg í kjölfar árásar hákarls. Þetta gerðist í síðustu viku þegar hún var að kafa með köfunarfyrirtæki í Belís, sem er Mið-Ameríkuríki, nærri Lighthouse Reef.

ABC News skýrir frá þessu og hefur eftir Elton Bennet, aðmírál hjá strandgæslunni í Belís, að hákarlinn hafi bitið stúlkuna í hægri fótlegginn og hafi hún misst hann.

Lighthous Reef er um 80 km suðaustan við Belize City, í Hondúrasflóa, og er vinsæll áfangastaður kafara og er staðurinn talinn einn besti köfunarstaðurinn í Karíbahafinu.

Aðrir kafarar hjálpuðu stúlkunni að komast upp úr sjónum. Strandgæslan kom mjög skjótt á vettvang og tókst starfsmönnum hennar að stöðva blæðinguna og tryggja ástand stúlkunnar áður en hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús.

Embættismenn í Belís segja mjög fátítt að hákarlar ráðist á fólk við strendur landsins.

Að meðaltali látast fimm til tíu manns árlega af völdum hárkarlaárása. Á síðasta ári létust þó fjórtán miðað við gögn frá International Shark Attack File en það Flórídaháskóli sem stendur að baki skráningunni.

Flestar hákarlaárásir eiga sér stað við strendur Ástralíu og Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýr kínverskur tölvuleikur slær öll met – En undir niðri krauma umdeild málefni og ritskoðun

Nýr kínverskur tölvuleikur slær öll met – En undir niðri krauma umdeild málefni og ritskoðun
Pressan
Í gær

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setja „ónothæfan“ farsíma á markað

Setja „ónothæfan“ farsíma á markað
Pressan
Fyrir 3 dögum

89 ára kona týndist í Ölpunum – Vingaðist við ref og drakk vatn úr pollum

89 ára kona týndist í Ölpunum – Vingaðist við ref og drakk vatn úr pollum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk lúffar – Forseti Brasilíu segir heiminn ekki þurfa að kyngja skoðunum Musk bara því hann er ríkur

Elon Musk lúffar – Forseti Brasilíu segir heiminn ekki þurfa að kyngja skoðunum Musk bara því hann er ríkur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“