fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Pressan

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forsetaframbjóðandi, hefur útskýrt hvers vegna hann hljómaði bæði smá- og þvoglumæltur í viðtali sínu við auðkýfinginn Elon Musk á mánudag.

Andstæðingar Trump hafa gert mikið grín að honum undanfarna sólarhringa og meðal annars líkt honum við Andrés önd og hnefaleikakappann Mike Tyson.

Trump skrifar á samfélagsmiðli sínum Truth Social:

„Því miður, út af flækjustigi nútímatækninnar og fjarskiptatækni, þá var röddin mín á vissum sviðum ekki eins og hún á að sér að vera og hljómaði undarlega. Þess vegna höfum við nú gefið út raunverulega og lýtalausa upptöku af samtalinu. Njótið.“

Með þessu deildi Trump hljóðupptöku af tveggja tíma samtali hans við Musk og þar hljómar röddin hans nokkuð eðlilega.

Tæknin var þarna greinilega að stríða frambjóðandanum en viðtalinu sjálfu seinkaði um 43 mínútur út af tæknilegum örðugleikum. Musk segir að seinkunina megi rekja til netárásár á miðilinn X (áður Twitter) þar sem viðtalinu var streymt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt