Það hefur þó verið slakað aðeins á reglunum því fyrir nokkrum árum mátti alls ekki setja upp loftkælingar á húsum í bænum en hann heitir Portofino og við ítölsku ríveríuna. Ástæðan fyrir þessu algjöra banni er að Portofino tilheyrir þjóðgarði héraðsins.
En nú mega bæjarbúar setja upp loftkælingar á stöðum þar sem þær sjást ekki en það þarf leyfi frá yfirvöldum. The Guardian segir að samkvæmt frétt Corriere della Sera þá hafi komið til nágrannadeilna í sumar því bæjarbúar hafa sumir hverjir tekið upp á því að tilkynna yfirvöldum um ólöglegar loftkælingar.
Sektir upp á sem nemur allt að 6 milljónum íslenskra króna liggja við brotum af þessu tagi en Matteo Viacava, bæjarstjóri, segir að flest málin séu leyst án þess að til sekta komi.
„Við erum öll háð loftkælingum. En Portofino er í þjóðgarði og það eru reglur sem þarf að fara eftir. Við viljum bara tryggja að fegurð Portofino varðveitist,“ sagði hann