fbpx
Föstudagur 13.september 2024
Pressan

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 07:00

Það er ekki sjálfsagt að setja upp loftkælingar í húsum í bænum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í einum fallegasta bæ Ítalíu valda strangar reglur um loftkælingar svitakófi meðal bæjarbúa. Ástæðan er að bæjaryfirvöld vilja ekki leyfa bæjarbúum að setja upp stórar og ljótar loftkælingar utan á húsum.

Það hefur þó verið slakað aðeins á reglunum því fyrir nokkrum árum mátti alls ekki setja upp loftkælingar á húsum í bænum en hann heitir Portofino og við ítölsku ríveríuna. Ástæðan fyrir þessu algjöra banni er að Portofino tilheyrir þjóðgarði héraðsins.

En nú mega bæjarbúar setja upp loftkælingar á stöðum þar sem þær sjást ekki en það þarf leyfi frá yfirvöldum. The Guardian segir að samkvæmt frétt Corriere della Sera þá hafi komið til nágrannadeilna í sumar því bæjarbúar hafa sumir hverjir tekið upp á því að tilkynna yfirvöldum um ólöglegar loftkælingar.

Sektir upp á sem nemur allt að 6 milljónum íslenskra króna liggja við brotum af þessu tagi en Matteo Viacava, bæjarstjóri, segir að flest málin séu leyst án þess að til sekta komi.

„Við erum öll háð loftkælingum. En Portofino er í þjóðgarði og það eru reglur sem þarf að fara eftir. Við viljum bara tryggja að fegurð Portofino varðveitist,“ sagði hann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt