Þetta er mat Politidirektoratet, sem er ígildi ríkislögreglustjóraembættis. Í bréfi til dómsmálaráðuneytisins segir embættið að staðan sé alvarleg og sérstök. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.
Það sem lögreglan vill er að sænska og norska lögreglan sinni eftirliti saman og rannsóknum saman. Embættið segir að sænskir og norskir glæpamenn starfi saman þvert á landamærin og umsvif sænsku glæpamannanna verði sífellt meira áberandi.
Embættið segir einnig að sænskir glæpamenn, sem hika ekki við að beita ofbeldi, séu ráðnir af norskum glæpamönnum til að fremja afbrot í Noregi.
Af því að þessi glæpastarfsemi þvert á landamæri er „alvarleg og sérstök“ og því sé þörf fyrir sérstakar aðgerðir. Ástandið sé þannig að norska lögreglan ráði ekki ein við það.
Svipuð staða er upp í Danmörku þar sem danskir glæpamenn ráða sænska unglinga til að fremja morð og aðra alvarlega glæpi.