fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Pressan

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 07:30

Sænsku glæpagengin hika ekki við að koma sprengjum fyrir og sprengja. Mynd: EPA-EFE/Janerik Henriksson SWEDEN OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir sænskra glæpagengja eru svo afkastamiklir þegar kemur að því að fremja afbrot í Noregi að norska og sænska lögreglan verða að vinna saman í baráttunni gegn þeim.

Þetta er mat Politidirektoratet, sem er ígildi ríkislögreglustjóraembættis. Í bréfi til dómsmálaráðuneytisins segir embættið að staðan sé alvarleg og sérstök. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Það sem lögreglan vill er að sænska og norska lögreglan sinni eftirliti saman og rannsóknum saman. Embættið segir að sænskir og norskir glæpamenn starfi saman þvert á landamærin og umsvif sænsku glæpamannanna verði sífellt meira áberandi.

Embættið segir einnig að sænskir glæpamenn, sem hika ekki við að beita ofbeldi, séu ráðnir af norskum glæpamönnum  til að fremja afbrot í Noregi.

Af því að þessi glæpastarfsemi þvert á landamæri er „alvarleg og sérstök“ og því sé þörf fyrir sérstakar aðgerðir. Ástandið sé þannig að norska lögreglan ráði ekki ein við það.

Svipuð staða er upp í Danmörku þar sem danskir glæpamenn ráða sænska unglinga til að fremja morð og aðra alvarlega glæpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt