fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Pressan

Blóðmóðir Simone Biles grátbiður hana um fyrirgefningu

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shanon Biles vonast til þess að dag einn muni hún eiga samband við dóttur sína, Simone Biles, margfaldan Ólympíumeistara í fimleikum. Boltinn sé þó hjá Simone og það sé hennar að hafa samband ef hún kærir sig um það.

Shanon glímdi á árum áður við áfengis- og fíkniefnavanda og lét hún dætur sínar, Simone og yngri systur hennar, Adriu, í hendur foreldra sinna sem sáu um uppeldi systranna.

Shanon ræddi stöðuna í viðtali við Daily Mail þar sem hún sagðist vonast til þess að fá tækifæri til að biðja dóttur sína afsökunar á afskiptaleysi hennar þegar hún var barn.

Hún segir að hún tali endrum og eins við Adriu en afar sjaldan við Simone. „Ég vil fá tækifæri til að biðja hana afsökunar. Ekki dæma mig fyrir mína fortíð. Horfum fram á veginn. Ég bíð eftir þessu tækifæri en bíð eftir að hún komi til mín. Ég þarf að sýna þolinmæði.“

Simone Biles er af mörgum talin einn besti íþróttamaður sögunnar en hún hefur unnið til ellefu verðlauna á Ólympíuleikunum, þar af sjö gullverðlaun.

Í viðtalinu segist Shanon hafa fylgst með dóttur sinni á nýafstöðnum Ólympíuleikum þar sem Simone vann til fjögurra verðlauna. Það gerði hún á heimili sínu í Columbus í Ohio þar sem Simone og Adria bjuggu áður en þær flökkuðu á milli fósturheimila. Það gerðu systurnar uns afi þeirra og amma tóku þær undir sinn verndarvæng í Texas.

Shanon segist hafa fundið fyrir stolti þegar hún horfði á dóttur sína þrátt fyrir að þær séu í litlu sem engu sambandi. „Það sem ég heyri frá Simone heyri ég frá föður mínum. Ég tala oft við pabba minn og við erum í góðu sambandi. Hann heldur mér upplýstum um hana.“

Shanon segist vera edrú í dag og starfar hún við afgreiðslustörf í verslun sem heitir Save A Lot. „Ég er ekki sama manneskja og ég var,“ segir hún. Bætir hún við að hún vilji segja Simone og yngri systur hennar að hún elski þær og sé stolt af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt