fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

„Uppáhald“ Trump rekin úr starfi – Braut mikilvægt ákvæði

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 07:30

Jennifer Jacobs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er sögð hafa verið einn af uppáhalds blaðamönnum Donald Trump en nýlega missti hún starf sitt eftir að hafa brotið ákvæði eitt en þetta hefði getað reynst mjög dýrkeypt ef allt hefði farið á versta veg.

Hún heitir Jennifer Jacobs og var einn af helstu blaðamönnum Bloomberg. The New York Times segir að hún hafi brotið ákvæði eitt og að það hefði getað stefnt nýlegum fangaskiptum Rússlands og Vesturlanda í hættu.

Jacobs var í miklum metum hjá Donald Trump en eitt sinn þegar hann úthúðaði blaðamönnum CNN og The New York Times og sagði þá „ófyrirleitna“, „vonlausa“ og „þriðja flokks“ sagði hann Jacobs vera „Jennifer mína“.

Þetta gerðist þegar Trump var forseti og Jacobs var fréttamaður Bloomberg í Hvíta húsinu.

Hún var rekin úr starfi eftir að yfirstjórn Bloomberg tilkynnti að hún hefði brotið reglur miðilsins með því að birta frétt of snemma. Það var fyrrgreind frétt um fangaskipti Rússlands og Vesturlanda.

Jacobs birti hana nokkrum klukkustundum áður en fangaskiptin fóru fram og hefði þetta getað stefnt fangaskiptunum í voða að mati sérfræðinga sem The New York Times ræddi við.

Yfirvöld höfðu sett ákvæði um að ekki mætti birta fréttina fyrr en fangaskiptin hefðu farið fram.

Jacobs tjáði sig um brottreksturinn á samfélagsmiðlinum X og sagðist ekki hafa vitað að hún væri að brjóta þetta ákvæði þegar hún skrifaði fréttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri