fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Pressan

Náman gæti verið lykillinn að öruggari Evrópu – Nú mótmæla mörg þúsund manns henni

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 18:00

Liþíum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund manns tóku þátt í mótmælum á götum Belgrad í Serbíu um helgina. Fólkið var að mótmæla fyrirhugaðri námuvinnslu en verkefnið getur haft afgerandi þýðingu fyrir öryggi Evrópu í framtíðinni.

BBC segir að mikill fjöldi hafi tekið þátt í mótmælunum og hafi meðal annars haldið á spjöldum sem á stóð: „Við viljum ekki gefa Serbíu“ og „Rio Tinto, hunskist frá Serbíu“.

Í júlí var aftur hafist handa við námuvinnslu í námu í Jadar í austurhluta landsins en námunni var lokað 2022. Það er liþíum sem er sóst eftir í námunni en mótmælendur óttast að námuvinnslan muni hafa alvarlega umhverfisáhrif.

NPR segir að serbneska ríkisstjórnin standi fast á því að náman sé mikilvæg út frá efnahagslegu sjónarhorni.

Jótlandspósturinn hefur eftir Brian Vad Mathiesen, prófessor í orkuskipulagningu við Álaborgarháskóla, að námuvinnslan geti haft afgerandi þýðingu fyrir evrópsk öryggismál.

Liþíumið í Jadar uppgötvaðist 2004 en þetta er einn stærsti liþíumforðinn í Evrópu.

Í upphafi fékk ástralska námufélagið Rio Tinto heimild til að vinna liþíumið úr jörðu en leyfið var afturkallað 2022 í kjölfar mikilla mótmæla umhverfisverndarsinna í Serbíu að sögn BBC.

En eins og áður sagði, þá var námuvinnsla sett í gang á nýjan leik í júlí í kjölfar dómsniðurstöðu um að ákvörðunin um að afturkalla leyfið til Rio Tinto sé ekki „í takt við stjórnarskrána og lög“. The Guardian skýrir frá þessu.

En ákvörðuninni hefur verið illa tekið í Serbíu því margir óttast að námuvinnslan geti orðið til þess að vatnsból mengist og að lýðheilsu verði ógnað.

Liþíum er mjög mikilvægt efni en það er aðallega notað í rafhlöður rafbíla og þörfin fyrir efnið fer bara vaxandi. Reiknað er með að þörfin fjórfaldist þar til í byrjun næsta áratugar en þá gæti farið að draga úr henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt