fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 04:05

Verksmiðja Northvolt í Skellefteå. Mynd:Skellefteå kommune

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan segir að dauðsföllin sem hafa orðið að undanförnu meðal starfsmanna Northvolt verksmiðjunnar í Skellefteå líkist eiginlega einhverju sem megi eiga von á að lesa um í glæpasögu eftir Agöthu Christie. Verksmiðjan framleiðir rafhlöður.

Það sem af er ári hafa fjórir starfsmenn verksmiðjunnar látist og enginn veit hvað varð þeim að bana.

Í janúar lést 33 ára þriggja barna faðir. Hann fannst látinn í rúminu sínu eftir að hafa verið á kvöldvakt. Mánuði síðar lést 19 ára karlmaður, hann fannst einnig látinn í rúminu sínu. Í júní hneig sextugur karlmaður örendur niður á svölunum heima hjá sér.

Sænska lögreglan rannsakar dauðsföllin og hefur sett fjölda lögreglumanna í málið. Niðurstöðu krufninganna er enn beðið.

Patrik Kallman, sem stýrir rannsókninni, sagði í samtali við Arbetet.se að niðurstaða krufninganna sé það sem beðið sé eftir og geti varpað ljósi á málin. „Það er smávegis Agöthu Christie bragur yfir þessu og maður getur velt ýmsu fyrir sér, en krufningarnar eiga að sýna hvort tengsl séu á milli dauðsfallanna. Eins og staðan er núna vitum við það ekki,“ sagði hann.

En á þriðjudaginn jókst dulúðin enn, að minnsta kosti um hríð, því þá lést fjórði starfsmaður verksmiðjunnar að sögn Aftonbladet.

Matti Kataja, fjölmiðlafulltrúi verksmiðjunnar, vísaði því fljótlega á bug að það dauðsfall tengdist verksmiðjunni á nokkurn hátt. Hann sagðist hafa fengið staðfest hjá lögreglunni að viðkomandi hefði látist eftir að hafa lent í drukknunarslysi í frítíma sínum í júlí. Það hafi gerst utan vinnutíma. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa ekki verið skýrari í orðum þegar hún skýrði frá þessu dauðsfalli.

En lögreglan útilokar ekki að þetta dauðsfall tengist hinum þremur. Kallmann sagði að almennt séð þá sé drukknun ekki nauðsynlega megindánarorsökin í drukknunarslysi. Aðrar ástæður geti legið að baki.

Ekki dregur það úr dulúðinni að lögreglunni barst ábending fyrir skömmu um að bráð veikindi starfsmanns í verksmiðjunni og er hún nú að rannsaka þann þátt málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri