fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Pressan

„Elsku mamma, þetta var ekki þér að kenna“

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 20:30

Damien Haglund var skotinn til bana af lögreglu í maí síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír lögregluþjónar í Wisconsin í Bandaríkjunum verða ekki ákærðir eftir að þeir skutu 14 ára dreng til bana fyrir utan Mount Horeb-gagnfræðaskólann þann 1. maí síðastliðinn.

Saksóknarar tilkynntu þetta í gær og um leið voru þúsundir blaðsíðna af málsgögnum gerðar opinberar. Pilturinn sem var skotinn til bana hét Damian Haglund og mætti hann í skólann þennan dag vopnaður loftriffli sem líktist mjög hefðbundnum riffli.

Samkvæmt gögnunum sem gerð voru opinber hafði Haglund lagt á ráðin um að framkvæma voðaverk í skólanum. Ætlaði hann sér að brenna niður bókasafn skólans og ráðast á „vinsælu krakkana“ áður en lögreglumenn myndu skjóta hann.

Daginn sem Haglund var skotinn mætti hann vopnaður loftriffli en samnemendur hans vörnuðu honum inngöngu með því að læsa útidyrahurðinni. Lögreglumenn voru fljótir á vettvang og hunsaði Haglund ítrekaðar beiðnir þeirra um að leggja frá sér vopnið. Fór svo að hann var skotinn þegar hann gerði sig líklegan til að miða byssunni á lögreglumenn.

Við rannsókn málsins kom í ljós að Haglund hafði skrifað bréf til lögreglumannanna sem skutu hann áður en hann hélt að heiman. „ lögreglumenn. Til lögregluþjónsins sem neyðist til að skjóta mig: Fyrirgefðu, þetta er ekki þér að kenna. Ekki gleyma því.“ Þá skildi hann eftir sams konar bréf sem stílað var á móður hans: „Elsku mamma, þetta var ekki þér að kenna. Haltu áfram að lifa lífinu, DH.“

Haglund hélt úti reikningum á samfélagsmiðlum þar sem hann opinberaði að hann væri heltekinn af skelfilegum skotárásum sem framdar hafa verið í bandarískum skólum í gegnum árin. Nefndi hann meðal annars árásirnar í Columbine árið 1999 og Sandy Hook árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt