fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 

Pressan
Mánudaginn 12. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christopher Scholtes, 37 ára karlmaður í Arizona, hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði eftir að tveggja ára dóttir hans lést eftir að hafa verið skilin eftir úti í bíl í miklum hita.

Scholtes kom fyrir dómara á dögunum þar sem hann neitaði sök.

Í frétt New York Post kemur fram að dóttirin, Parker, hafi sofnað í bílnum á leiðinni heim þann 9. júlí síðastliðinn. Scholtes sagðist ekki hafa viljað vekja hana og ákveðið að fara inn en skilja bílinn eftir í gangi með loftkælinguna á. Sagði Scholtes að klukkan þarna hafi verið um 14:50.

Það var eiginkona Scholtes og móðir Parker, læknirinn Erika, sem fann stúlkuna í bílnum um klukkan 16 þennan dag og var hún þá meðvitundarlaus í sætinu sínu. Bíllinn var ekki í gangi og mikill hiti í honum, en hitastigið þennan dag fór í tæpar 42 gráður.

Inside Edition birti myndband sem sýnir viðbrögð Scholtes þegar lögregla kom á vettvang. Á einum tímapunkti heyrist lögreglumaður segja við hann að viðbragðsaðilar séu að gera allt til að bjarga lífi hennar. Parker var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi þennan sama dag.

Scholtes-hjónin með þremur dætrum sínum. Parker var yngst.

Scholtes var handtekinn þremur dögum síðar og telur lögregla að Parker hafi verið ein í bílnum í þrjár klukkustundir. Á sama tíma var Scholtes að spila tölvuleiki í Playstation. Lögregla fór meðal annars yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum og á einni þeirra sést bifreið Scholtes koma heim klukkan 12:50. Þykir það benda til þess að Scholtes hafi sagt ósatt um hversu langan tíma stúlkan var ein í bílnum.

New York Post segir að SMS-samskipti Scholtes og eiginkonu hans sýni að hann hafi lagt það í vana sinn að skilja dætur sínar eftir úti í bíl. „Ég sagði þér að hætta að skilja þær eftir úti í bíl. Hversu oft þarf ég að segja þér það?,“ stendur til dæmis í einu SMSi frá Eriku.

Þá sagði sextán ára dóttir úr fyrra hjónabandi í samtali við KVOATV að Scholtes hefði ítrekað skilið hana eina eftir úti í bíl í marga klukkutíma í senn. Varð þetta til þess að barnaverndaryfirvöld tóku stúlkuna.

Scholtes var í fyrstu ákærður fyrir morð af annarri gráðu, sem jafnan tengist gáleysi, en eftir því sem rannsókninni vatt fram var henni breytt í morð af fyrstu gráðu og telja sakskóknarar að hann hafi ætlað sér að verða stúlkunni að bana. Verði Scholtes fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri