fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Lést þegar hún festist í farangursfæribandi

Pressan
Mánudaginn 12. ágúst 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn lést 57 ára kona þegar hún festist í farangursfæribandi á O‘Hare flugvellinum í Chicago. Ekki er vitað hvernig stendur á því að konan festist í færibandinu en það virðist hafa gerst á svæði sem farþegar hafa ekki aðgang að, eða eiga ekki að hafa aðgang að.

BBC skýrir frá þessu og hefur þetta eftir talsmanni slökkviliðsins í Chicago.

Konan var ekki starfsmaður flugvallarins en ekki hefur verið skýrt nánar frá hver hún var.

Það var klukkan 7.30 að tilkynning barst um meðvitundarlausa konu sem væri föst í farangursfæribandi í Terminal 5 en þar fer innanlandsflug um.

Á upptökum eftirlitsmyndavéla sést konan fara inn á svæðið um fimm klukkustundum áður en hún fannst meðvitundarlaus.

BBC segir að þótt farþegar hafi ekki aðgang að svæðinu, þá sé það ekki skilgreint sem háöryggissvæði og því sé ekki mönnuð vakt þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri