The Express rifjaði á dögunum upp hefnd sem frændi stúlkunnar náði fram gegn morðingjanum eftir að hann var handtekinn.
Anthony nauðgaði og myrti Katie Collman í Indiana í Bandaríkjunum í janúar 2005 og fékk hann lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn árið 2006. Ekki löngu eftir að Anthony hóf afplánun dómsins réðst annar fangi að honum og húðflúraði áletrunina „KATIE’S REVENGE“ eða „HEFND KATIE“ á ennið á honum.
Í upprifjun The Express kemur fram að um hafi verið að ræða frænda Katie sem afplánaði í sama fangelsi dóm fyrir innbrot. Frændinn, Jared Harris, var ákærður fyrir líkamsárásina og fyrir dómi kom fram að hann væri frændi Katie og vildi hefna sín á morðingja hennar.
Jared laumaðist inn í opin fangaklefa Anthony og beið eftir honum. Þegar Anthony kom inn í klefann réðst hann að honum og hélt honum niðri á meðan hann húðflúraði ennið á honum.