Tölvuþrjótum tókst að komast yfir viðkvæm samskiptagögn frá framboði Donald Trump eftir að innra samskiptakerfi framboðsins var hakkað. Trump hefur kennt stjórnvöldum í Íran um verknaðinn, en köldu hafi andað milli hans og Íran í fortíðinni. Trump hefur ekki fært frekari sönnur fyrir þessum grun sínum.
Miðillinn Politico greinir frá því að í júlí hafi miðlinum byrjað að berast gögn frá nafnlausum heimildarmanni sem bauð þeim aðgang að trúnaðargögnum framboðsins, þar með skýrslu um mögulega veikleika varaforsetaefnisins JD Vance.
„Þessum gögnum var aflað með ólögmætum hætti frá erlendum aðilum sem eru óvinveittir Bandaríkjunum, og þeim er ætlað að hafa bein áhrif á forsetakosningarnar 2024 og koma lýðræðislegum ferlum okkar í uppnám,“ sagði talsmaður framboðs Trump, Steven Cheung, í yfirlýsingu.
Það var í nótt sem Trump birti á samfélagsmiðli sínum Truth Social að fyrirtækið Microsoft hafi á föstudaginn upplýst framboðið um að Íran hafi hakkað vefsíðu framboðsins. Hann kenndi Íran um verknaðinn og sagði: „þeim tókst bara að komast yfir upplýsingar sem þegar eru aðgengilegar opinberlega“
Forsetaframbjóðandinn tjáði sig ekki frekar um innbrotið.
Politico greinir frá því að þann 22. júlí hafi þeim borist tölvupóstur frá nafnlausum aðila. Næstu vikur sendi þessi aðili, sem kallaði sig Robert, gögn sem bera með sér að vera innri samskipti frá aðila sem er háttsettur hjá framboðinu. Meðal annars gagnapakki sem framboðið hafði tekið saman um JD Vance í febrúar á þessu ári. Politico hefur fengið staðfest að gögnin eru raunveruleg. Um er að ræða 271 blaðsíðna skjal um fortíð Vance og þau ummæli sem hann hefur látið frá sér opinberlega. Þar með talið gagnrýni hans í garð Trump. Sérstaklega er í skjalinu lagt mat á mögulega veikleika varaforsetaefnisins.
Blaðamenn Politico spurðu þennan Robert hvernig hann hafi komist yfir þessi gögn. Því svaraði Robert: „Ég legg til að þið forvitnist ekki um hvaðan ég fékk þau. Öll svör við þeirri spurningu munu stefna nafnleysi mínu í hættu og koma í veg fyrir að þið getið birt gögnin.“
Bandaríska leyniþjónustan greindi frá því í júlí að þeim hafi borist gögn sem gefi sterklega til kynna að yfirvöld í Íran ætli sér að ráða Trump af dögum. Um sé að ræða hefnd fyrir ákvörðun Trump um að taka íranska herforingjann Qassem Soleimani af lífi árið 2020. Ekkert bendir þó til að þessi áform tengist banatilræðinu gegn Trump í síðasta mánuði.
Fyrir skömmu barst yfirlýsing frá yfirvöldum í Íran, þar sem þau neita því að hafa átt hlut að hakkinu og segjast ekki reyna að hafa áhrif á kosningarnar.
Washington Post hefur eins fengið send gögnin um Vance frá þessum Robert. Robert sagði miðlinum að hann hefði frekari gögn, meðal annars gögn sem tengjast þeim glæpum sem Trump hefur verið að svara fyrir hjá dómstólum.
Að sjálfsögðu eru komnar samsæriskenningar um málið á netið. Þá helst að í raun sé framboðið sjálft á bak við lekann í von um að geta þá losað sig við Vance og fundið annað varaforsetaefni en Vance nýtur ekki mikilla vinsælda og er sérstaklega illa liðinn af konum.
Ok, I’m doing it. It’s my first time, so be gentle. Here it goes…
The hack of the Trump campaign is an inside job, and they leaked all of JD’s stuff, so they would have an external reason to dump him.
Phew, I did it. My very first conspiracy theory. How did I do? Is it normal… pic.twitter.com/xRnREc3NU5
— Thinking Munk (@thinkingmunk) August 11, 2024
Aðrir hafa rifjað upp að Trump kallaði sjálfur eftir því að framboð Hillary Clinton yrði kallað fyrir kosningarnar 2020.
„Russia, if you’re listening, I hope you’re able to find the 30,000 emails.”
Eight years ago, Trump asked Russia to hack into Hillary Clinton’s emails. Now Trump claims his campaign has been hacked by Iranians. Could be karma. Could be another Trump lie.pic.twitter.com/iaSzEqR1X7
— Keith Boykin (@keithboykin) August 10, 2024