fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Maurar framkvæma lífsbjargandi aðgerðir á hver öðrum – Eina dýrategundin auk manna sem gerir það

Pressan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 07:30

Rauðir eldmaurar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maurar í Flórída í Bandaríkjunum gera lífsbjargandi skurðaðgerðir á félögum sínum ef þörf krefur. Vísindamenn hafa komist að þessu í rannsóknum sínum. Maurar eru þar með önnur dýrategundin sem gerir þetta, að því að vitað er, hin er auðvitað við mennirnir.

Live Science segir að vísindamenn hafi komist að því að maurategundin Camponotus floridanus greini hversu alvarlegir áverkar annarra maura eru og veiti þeim síðan meðferð, annað hvort þrífa þeir sárið eða aflima maurinn.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Current Biology. Erik Frank, atferlisvistfræðingur og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að þetta sé í raun eina staðfesta tilfellið úr dýraríkinu þar sem kerfisbundnar og vandaðar aflimanir séu gerðar af öðrum af sömu tegund.

Á síðasta ári uppgötvaði teymi Frank að afrísk maurategund, Megaponera analis, getur gert að sýktum sárum með sýklalyfi sem maurarnir framleiða í kirtlum sínum. Flórídamaurarnir eru ekki með slíka kirtla og því vildi teymið rannsaka hvernig þeir gera að sárum félaga sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri