Live Science segir að vísindamenn hafi komist að því að maurategundin Camponotus floridanus greini hversu alvarlegir áverkar annarra maura eru og veiti þeim síðan meðferð, annað hvort þrífa þeir sárið eða aflima maurinn.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Current Biology. Erik Frank, atferlisvistfræðingur og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að þetta sé í raun eina staðfesta tilfellið úr dýraríkinu þar sem kerfisbundnar og vandaðar aflimanir séu gerðar af öðrum af sömu tegund.
Á síðasta ári uppgötvaði teymi Frank að afrísk maurategund, Megaponera analis, getur gert að sýktum sárum með sýklalyfi sem maurarnir framleiða í kirtlum sínum. Flórídamaurarnir eru ekki með slíka kirtla og því vildi teymið rannsaka hvernig þeir gera að sárum félaga sinna.