fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Hvenær byrjaði fólk að ganga í skóm?

Pressan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 18:30

Crocs-skór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið marga gamla skó um allan heim. Þeirra á meðal er 5.500 ára gamall leðurskór sem fannst í Armeníu, 6.200 ára gamlir grassandalar sem fundust á Spáni og 8.300 ára gamall fótabúnaður sem fannst í Missouri.

En hvenær fundu menn upp skó?

Á vef Live Science segir að það sé erfitt að svara þessari spurningu því dýrahúð, plöntutrefjar og annað sem er notað til að búa til skó brotni niður með tímanum. Elstu þekktu skórnir eru rúmlega 10.000 ára en miðað við steingerð fótspor þá getur vel hugsast að forfeður okkar hafi verið farnir að nota skó mun fyrr.

Elstu skórnir sem vísindamenn hafa aldursgreint er par af 10.400 ára gömlum sandölum sem fannst í Fort Rock Cave í miðhluta Oregon í Bandaríkjunum.

Þegar fornleifafræðingar hófust handa við uppgröft í Fort Rock Cave 1938 fundu þeir tugi sandala sem voru ofnir úr berki og fleiru. Svipaður fótabúnaður hefur fundist á tæplega tíu stöðum í norður og vestur Great Basin, sem er svæðið á milli Sierra Nevada og Klettafjalla. Þessir skór eru almennt vel gerðir, með flötum sóla og hlíf yfir fótinn.

Þetta eru elstu þekktu skórnir en ekki er útilokað að menn hafi notað skó miklu fyrr. Steingerð fótspor á strönd í Suður-Afríku gætu verið eftir skó en þau eru allt að 150.000 ára gömul samkvæmt niðurstöðu rannsóknar frá 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri