fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Rak barnapíuna því hún leyfði barninu að borða 11 pakka af hlaupböngsum

Pressan
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir einn kom heitri umræðu af stað nýlega þegar hann skýrði frá því að hann hefði rekið barnapíuna fyrir að leyfa ungu barni hans að borða alltof marga hlaupbangsa, nánar tiltekið 11 pakka.

Í færslu á X skýrði Brandon Avedikian, sem býr í Texas í Bandaríkjunum, frá því að hann og eiginkona hans hefðu ákveðið að reka barnapíuna eftir að hún leyfði 4 ára barni þeirra að borða 11 pakka af hlaupböngsum á einum degi.

„Þegar konan mín komst að þessu, spurði hún barnapíuna af hverju hún hefði látið þetta gerast og var svarið: „Hún bað um meira.“ Ég sagði konunni minni að hleypa barnapíunni aldrei aftur nærri börnunum okkar. Enginn, sem er með svona lélega dómgreind, ætti að vera treyst fyrir einhverju verðmætu,“ skrifaði hann.

Milljónir manna hafa lesið færslu hans og eins og alltaf eru margir reiðubúnir til að tjá sig á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin við færslu hans eru nokkuð blönduð. Sumir velta fyrir sér hversu mörgum hlaupböngsum dóttirin torgaði í raun og veru. Avedikian skýrði frá því í athugasemdakerfinu að fjölskyldan haldi sig við Black Forest hlaupbangsa sem eru framleiddir úr hreinum ávaxtasafa. Independent segir að samkvæmt upplýsingum á umbúðunum þá séu 70 hitaeiningar og 11 grömm af sykri í einum slíkum hlauppoka.

Ekki liggur fyrir hvernig Black Forest hlauppoka fjölskyldan átti en einn þeirra sem tjáði sig reiknaði út að líklega hafi dóttirin innbyrt 770 hitaeiningar og 121 gramm af sykri ef hún borðaði úr 11 pokum.

Þrátt fyrir að hlaupbangsar séu ekki kjörin næring fyrir börn, þá telja flestir þeirra sem hafa tjáð sig um málið að Avedikian hafi brugðist of harkalega við með því að reka barnapíuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 1 viku

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 1 viku

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir