fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Hitamet sett í Las Vegas – Mótorhjólamaður lést af völdum hita í Dauðadalnum

Pressan
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 07:30

Death Valley þjóðgarðurinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflug hitabylgja herjar nú á vesturströnd Bandaríkjanna og hafa yfirvöld gefið út viðvörun vegna hita og nær hún til 36 milljóna íbúa.

Í Nevada fór hitinn í 49 gráður á sunnudaginn og var gamla metið þar með slegið hressilega. Það var 46 gráður en það var sett 2007 en á laugardaginn mældust einmitt 46 gráður í Nevada og var gamla hitametið þar með jafnað.

Sky News skýrir frá þessu og segir að hitinn sé sums staðar allt að 20 stigum hærri en venja er á þessum árstíma.

Þessum mikla hita fylgir auðvitað mikil hætta á að gróðureldar blossi upp og hafa slökkviliðsmenn einmitt barist við gróðurelda síðustu daga.

Veðurfræðingar telja ekki ólíklegt að fleiri hitamet falli í þessari hitabylgju.

Hitinn fór í 53,3 stig í Dauðadal í austurhluta Kaliforníu. Þar lést mótorhjólamaður af völdum hita og annar var fluttur á sjúkrahús, illa haldinn af völdum hita. Báðir voru í hópi sex mótorhjólamanna sem voru á ferð um dalinn. Hinir fjórir fengu aðhlynningu á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 1 viku

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 1 viku

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir