Í flökunum leyndust 900 fornmunir, þar af margir frá tíma Ming-ættarinnar.
Videnskab skýrir frá þessu og segir að Ming-ættin hafi verið síðasta keisaraættin í Kína en valdatími hennar var frá 1368 til 1644.
Flökin liggja á 1.500 metra dýpi. Meðal þess sem hefur fundist í þeim eru postulínsmunir, koparmyntir og leirvörur.
Talsmaður menningarverðmætayfirvalda í Kína sagði á fréttamannafundi að flökin hafi varðveist vel og að stórum hluta af verðmætunum í þeim hafi verið bjargað á land.
Kafbáturinn „Deep Sea Warrior“ var notaður til að sækja munina en kafarar geta ekki athafnað sig á svona miklu dýpi.
Skipin fundust við hina gömlu siglingaleið „Silkiveginn“ en það var sú leið sem kaupskip sigldu á milil Kína og Miðjarðarhafsins.