fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Skipsflökin lumuðu á merkilegum hlutum

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 18:30

Margir spennandi munir voru í flökunum. Mynd:NCHA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldum saman hafa tvö skipsflök lumað á leyndarmáli einu og það ekki litlu. Flökin liggja á botni Suður-Kínahafs.

Í flökunum leyndust 900 fornmunir, þar af margir frá tíma Ming-ættarinnar.

Videnskab skýrir frá þessu og segir að Ming-ættin hafi verið síðasta keisaraættin í Kína en valdatími hennar var frá 1368 til 1644.

Flökin liggja á 1.500 metra dýpi. Meðal þess sem hefur fundist í þeim eru postulínsmunir, koparmyntir og leirvörur.

Talsmaður menningarverðmætayfirvalda í Kína sagði á fréttamannafundi að flökin hafi varðveist vel og að stórum hluta af verðmætunum í þeim hafi verið bjargað á land.

Kafbáturinn „Deep Sea Warrior“ var notaður til að sækja munina en kafarar geta ekki athafnað sig á svona miklu dýpi.

Skipin fundust við hina gömlu siglingaleið „Silkiveginn“ en það var sú leið sem kaupskip sigldu á milil Kína og Miðjarðarhafsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings