fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Nýtúlkaður papírus lýsir „kraftaverki“ sem Jesús framkvæmdi aðeins 5 ára

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skjali, sem var skrifað á papírus á fjórðu og fimmtu öld, er því lýst hvernig Jesús vakti leirfugla til lífsins þegar hann var aðeins fimm ára.

Fræðimenn hafa birt túlkun sína á broti af papírus sem inniheldur hluta af „Fæðingarguðspjalli Tómasar“ en það segir sögu Jesús á barnsaldri. Þetta er skrifað á grísku og er elsta þekkta eintakið af þessu guðspjalli.

Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Zeitschrift für Papyrologie und Epigraphik.

Önnur eintök af þessu guðspjalli eru til, en þau eru yngri. Þetta guðspjall fékk ekki inni í Biblíunni.

Fræðimennirnir segja í rannsókninni að þetta sé elsta þekkta textahandritið, á hvaða tungumáli sem er, sem vitað er um.

Fræðimenn telja að guðspjallið hafi verið samið á annarri öld eftir Krist. Ástæðan er að sumar af sögunum í því líkjast sögum sem voru skrifaðar á þessari sömu öld.

Í skjalinu er sagt frá kraftaverki sem Jesús framkvæmdi þegar hann barn. Hann er sagður hafa búið til fimm spörva  úr leir. Þegar faðir hans, Jósef, skammaði hann og spurði hann af hverju hann væri að gera þetta á hinum heilaga hvíldardegi, klappaði Jesús saman höndum og vakti leirfuglana til lífsins. Þessi saga var áður þekkt úr síðari tíma útgáfum af guðspjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum