fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Hataði tengdadóttur sína – Að lokum fór allt úr böndunum

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 21:00

Tammy Palmer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta heldur fyrir mér vöku á nóttunni. Ég er óróleg við tilhugsunina um að hann komi aftur.“ Þetta sagði Rosemary Palmer nýlega í samtali við Rockland County Times um þann ótta sem sækir á hana um að morðingi móður hennar, Tammy Palmer, sé hugsanlega enn á lífi en hann hefur ekki sést í tíu ár og er eins og jörðin hafi gleypt hann.

Af þeim sökum óttast hún að hún sjálf og börnin hennar séu í hættu.  Það var tengdafaðir Tammy, Eugene Palmer, sem myrti hana á grimmdarlegan hátt fyrir 10 árum. Síðan hefur ekkert til hans spurst og ekki er vitað hvort hann er lífs eða liðinn. Hann er á topp tíu lista alríkislögreglunnar yfir þá glæpamenn sem hún vill allra helst hafa hendur i hári og hefur FBI heitið 100.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans.

CNN segir að FBI telji líklegt að hann sé enn á lífi en ef svo er þá er hann orðinn 83 ára. Hann er, eða var, ástríðufullur veiðimaður og elskaði útivist og veru í óbyggðum. Lögreglan telur að ef hann er enn á lífi sé hann vel vopnum búinn og hættulegur.

Harðvítugar fjölskyldudeilur

Þessi hörmulega fjölskyldusaga á rætur að rekja til harðvítugra fjölskyldudeilna og morðsins á Tammy Palmer við heimili hennar í Stony Point í New York árið 2012. Tammy var 39 ára og tveggja barna móðir.

Hún bjó ásamt eiginmanni sínum, John Palmer, og börnum þeirra í húsi sem var í eigu Eugene, tengdaföður hennar, sem um leið var næsti nágranni þeirra.

Miklir erfiðleikar voru í hjónabandi Tammy og John og bæði höfðu þau haldið framhjá. Samband Tammy við tengdaföður sinn hafði með tímanum þróast yfir í óvináttu. Þegar Tammy fór fram á það við John að hann flytti út af heimilinu fór það illa í Eugene. Hann taldi að Tammy ætti að flytja og í reiði sinni lokaði hann fyrir rafmagnið. Hún hefndi sín með því að þeyta bílflautu við heimili hans þegar hún vissi að hann svæfi. „Honum líkaði ekki við systur mína,“ sagði ein systra Tammy síðar við CNN.

Eugene Palmer

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deilur þeirra mögnuðust og Eugene ógnaði Tammy með skammbyssu og reyndi að lemja hana þann 20. september 2012. Hún varði sig með barefli. Fjórum dögum síðar var tilkynnt um skothríð við heimil Tammy og John.

Michael Cruger, rannsóknarlögreglumaður, hefur látið hafa eftir sér að Eugene hafi falið sig í skógarjaðri á meðan Tammy fylgdi yngra barni sínu í skólabílinn. Þegar hún sneri aftur og var komin í innkeyrsluna skaut hann annan handlegginn af henni. John Pannirello, faðir Tammy, sagði CNN að hún hafi þá í örvæntingu hlaupið að útidyrunum til að leita skjóls. „Hún komst ekki inn. Það var blóð út um allt. Hún hljóp síðan að hinum dyrunum sem voru síðan allar útataðar í blóði. Að lokum hljóp hún aftur fyrir húsið þar sem hann skaut hana aftur. Hún hlýtur að hafa verið skelfingu lostin,“ sagði hann.

„Ég skaut Tammy til bana“

Næsta skot hæfði ekki og Tammy hljóp áfram en að lokum hrundi hún til jarðar og þá skaut Eugene hana af stuttu færi og varð henni að bana. Lögreglan fann lík hennar í bakgarðinum við heimili hennar.

Eugene flúði heim til systur sinnar og lét hana fá væna peningafúlgu og sagði: „Ég skaut Tammy til bana.“ Að því sögðu lét hann sig hverfa inn í nærliggjandi 180.000 ferkílómetra stóran skóg. Hann var í inniskóm og með smávegis af fatnaði til skipta í bakpoka.

Eftir þetta hefur ekkert til hans spurst en hann var 110 kíló þegar þetta gerðist, í ágætu líkamlegu formi en með sykursýki á vægu stigi. Lík hans hefur aldrei fundist og enginn hefur heyrt frá honum. Mikil leit var gerð að honum. Bíll hans fannst daginn eftir skammt frá morðvettvanginum og sporhundar fundu slóð eftir hann ekki fjarri en leitin bar ekki árangur.

Lögreglan hefur unnið út frá þeirri kenningu að einhver hafi tekið hann upp í bíl og aðstoðað hann við að flýja og að hann lifi nú undir nýju nafni í öðru ríki.

John Palmer hefur virst mjög óhamingjusamur vegna þess sem faðir hans gerði og hefur þvertekið fyrir að hafa aðstoðað hann við flóttann og segist ekki hafa heyrt í honum né séð hann síðan þennan örlagaríka dag.

Rosemary Palmer segist vera við það að missa vonina um að afi hennar og morðingi móður hennar finnist nokkru sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 1 viku

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 1 viku

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“

Örlög Golfstraumsins gætu ráðist í „reiptogi“
Pressan
Fyrir 1 viku

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir