fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

“Geimkartafla” sem NASA fann er í raun svolítið annað og meira spennandi

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 07:30

Svona lítur Phobos út, kannski smá kartöflubragur yfir tunglinu. Mynd:NASA/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti nýlega ótrúlega mynd af „geimkartöflu“ á samfélagsmiðlum. En „geimkartaflan“ er ekki „geimkartafla“ heldur tunglið Phobos sem er á braut um Mars.

Braut Phobos er þannig að tunglið stefnir hægt og bítandi í að lenda í árekstri við Mars.

Myndin var tekin með háskerpumyndavél sem er í Mars Reconnaissance Orbiter sem hefur verið á braut um Mars síðan 2006.

Phobos er um 157 sinnum minna en tunglið okkar og er annað tveggja tungla Mars. Hitt heitir Deimos og er það minna en Phobos.

Vísindamenn telja að tunglin hafi eitt sinn verið steinar sem þutu um geiminn en hafi lent í þyngdaraflssviði Mars og lent á braut um plánetuna. Nýleg greining sem var gerð á yfirborði Phobos bendir til að tunglið hafi eitt sinn verið halastjarna og hafi komið úr loftsteinabeltinu sem er á milli Mars og Júpíters.

Braut tunglanna tveggja um Mars er óstöðug og vísindamenn telja að einhvern tímann á næstu tugum milljóna ára, þá muni Deimos fara af brautinni um Mars og þjóta út í geim en Phobos muni annað hvort brotna upp í hring eða lenda í árekstri við Mars. En þar sem Phobos færist aðeins nær Mars um 1,8 metra á ári, þá telur NASA að tunglið lendi ekki í árekstri við Mars á næstu 50 milljónum ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum