fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Pressan

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin

Pressan
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 08:30

Blake og London. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Avantae Deven, 63 ára, er í gæsluvarðhaldi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum en hún er grunuð um að hafa svelt tvö ættleidd börn sín í hel. Lík þeirra höfðu verið sett í tunnu og grafin, þau höfðu einnig verið brennd.

Það var í mars sem tilkynnt var um hvarf Blake Deven, sem væri 17 ára í dag, en fjölskyldumeðlimir höfðu ekki séð hana árum saman. Í byrjun apríl tilkynnti lögreglan að hún teldi að London Deven, sem nú væri 28 ára, væri einnig týndur en hann hafði ekki sést síðan 2019 í heimabæ sínum Fayetteville.

Um miðjan apríl fundu lögreglumenn hluta af beinagrindum og voru beinin send til rannsóknar. Lögreglan skýrði svo frá því nýlega að rannsóknin hefði leitt í ljós að beinin væru úr Blake og London.

Avantae laug að lögreglunni um hvar Blake og London væru og sagði að Lonondon, sem var fatlaður, væri í athvarfi á vegum Búddista.

Lögreglan telur að Blake og London hafi látist fyrir 2019 og að Avantae hafi fengið aðstoð við að setja líkin í tunnu og brenna þau.

Hún hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald og getur ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar að sögn Metro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu