fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Eyðslusöm forsætisráðherrafrú – Keypti töskur og skartgripi fyrir 50 milljarða

Pressan
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 04:10

Rolexúr. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Furðulostinn og forvitinn almenningur fylgdist með í sjónvarpinu þegar fjölmennt lið efnahagsbrotadeilar malasísku lögreglunnar ók hverri kerrunni á fætur annarri, fullhlöðnum, út í flutningabíla sem biðu við heimili forsætisráðherra Malasíu í Kuala Lumpur. Forsætisráðherrann og eiginkona hans bjuggu að sjálfsögðu í lúxusíbúð í fjölbýlishúsi fyrir efnafólk.

„Á einum staðnum lögðum við hald á 284 kassa með töskum og 72 ferðatöskur og töskur með reiðufé og skartgripum,“ sagði Amer Singh, sem stýrði aðgerðum lögreglunnar, á fréttamannafundi að aðgerðinni lokinni og bætti við að þetta hefði bara verið fyrsta rassían af sex í húseignum forsætisráðherrans, Najib Razak, og að útilokað væri að segja til um verðmæti haldlögðu munanna að svo komnu máli.

Þetta var fyrir sex árum og nú er Razak ekki lengur forsætisráðherra en það var ekki hann sem hafði keypt demanta, gullskartgripi og töskur frá þekktum og rándýrum framleiðendum. Hann hafði meiri áhuga á snekkjum og fasteignum.

Það var eiginkona hans, Rosmah Mansor, sem hafði í gegnum flókið net umboðsmanna, bankareikninga og samstarfsaðila erlendis, hafði dælt peningum úr sjóði á vegum ríkisins til að fjármagna kaup á margvíslegum lúxusvarningi.

Innkaup hennar voru svo mikil að hin frægu kaup Imelda Marcos, forsetafrúar á Filippseyjum, á 3.000 skópörum og 888 töskum blikna í samanburði.

4 milljarðar í reiðufé

Ferðatöskurnar voru troðfullar af peningum eða sem svarar til um 4 milljarða íslenskra króna í gjaldmiðlum 26 landa. Einnig voru 12.000 skartgripir í þeim, þar á meðal 2.200 hringir, 2.800 eyrnalokkapör, 1.400 hálsmenn, 1.600 nælur og 14 kórónur á borð við þær sem drottningar og prinsessur nota.

Þessu til viðbótar voru 423 lúxusúr, meðal annars frá Rolex, og á sólríkum degi gat hún valið á milli 234 sólgleraugna frá framleiðendum á borð við Versace og Cartier.

Hún var dæmd í 10 ára fangelsi í september 2022 og til að greiða sem nemur 30 milljörðum íslenskra króna í sekt vegna spillingar í tengslum við byggingu skóla. Hún gengur laus gegn tryggingu á meðan beðið er eftir að málið verði tekið fyrir á æðra dómstigi.

Fleiri mál hafa fylgt í kjölfarið tengd þjófnaði úr 1MDB sjóði, sem er í eigu ríkisins, fyrir ekki minna en 600 milljarða króna.

Í tengslum við málið hefur ríkið gert skaðabótakröfu á hendur Rosmah Mansor upp á sem svarar til um 50 milljarða króna. Er hún sögð hafa notað stolna peninga til að greiða fyrir lúxusvarning sem var keyptur hjá 48 seljendum í 14 löndum. Umboðsmaður í Singapúr hafði milligöngu um kaupin og er hann einnig ákærður í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum