fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Pressan

Drykkjan og reykingarnar farnar að taka sinn toll

Pressan
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 08:29

Kim Jong-un árið 2020 áður en hann léttist mikið. Hann hefur svo aftur bætt á sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur þyngst á nýjan leik og virðist glíma við offitutengda sjúkdóma á borð við of háan blóðþrýsting og sykursýki.

Þetta er mat fulltrúa leyniþjónustu Suður-Kóreu en þeir veittu þingmönnum landsins skýrslu um stöðu mála handan landamæranna á dögunum. Í skýrslunni kom einnig fram að læknar forsetans væru byrjaðir að leita að lyfjum erlendis til að gefa honum.

Kim, sem er fertugur að aldri, hefur lengi verið sagður drekka og reykja óhóflega og á fjölskylda hans sér sögu um hjartasjúkdóma. Bæði faðir hans og afi, sem voru leiðtogar landsins á undan honum, dóu af völdum hjartasjúkdóma.

Ef marka má nýlegar myndir af einræðisherranum og þær bornar saman við myndir frá árinu 2021 virðist hann hafa þyngst töluvert.

Fundur suðurkóresku leyniþjónustunnar og þingmanna landsins fór fram fyrir luktum dyrum en fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa þó greint frá efni fundarins eftir samtöl við heimildarmenn.

Kom meðal annars fram að Kim væri 172 sentímetrar á hæð og hann væri að líkindum rétt tæp 140 kíló í dag. Telur leyniþjónustan að óheilbrigður lífsstíll einræðisherrans spili þar stórt hlutverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi „herða“ son sinn og gaf honum byssu – Kallaði hann afar ljótum nöfnum

Vildi „herða“ son sinn og gaf honum byssu – Kallaði hann afar ljótum nöfnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hópur borgaði áhrifavöldum milljónir til að dreifa kynferðislegum rógburði um Kamala Harris

Dularfullur hópur borgaði áhrifavöldum milljónir til að dreifa kynferðislegum rógburði um Kamala Harris
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðaskipið sem á að sigla að eilífu en kemst ekki úr höfn

Skemmtiferðaskipið sem á að sigla að eilífu en kemst ekki úr höfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sara var 14 ára þegar hún gerði skelfileg mistök

Sara var 14 ára þegar hún gerði skelfileg mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna kippist þú til rétt áður en þú sofnar

Þess vegna kippist þú til rétt áður en þú sofnar