fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Eyddi sex mánuðum í að ræða við fólk um kynlíf þess – Þar á meðal Íslendinga – „Of mikil fyrirhöfn“

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 04:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daður í Kína, vændi í Ástralíu, hættuleg sambönd í Nígeríu – kynlíf er mjög mismunandi á milli landa. Því komst Kitty Drake að þegar hún var að afla sér upplýsinga fyrir umfjöllun í The Guardian. Hún eyddi sex mánuðum í að ræða við fólk um kynlíf þess til að kanna hvort munur sé á því á milli landa.

Í grein sem hún skrifaði í The Guardian um þessa upplýsingaöflun sína segir hún frá spænskri vinkonu sinni sem flutti nýlega til Bretlands. Vinkonan segir að enskir karlar séu lélegir í forleiknum og að það hafi verið ákveðið menningarsjokk fyrir hana að komast að því. Þar sem hún sé spænsk, þá skipti munngælur miklu máli en enskir karlmenn leggi sjaldan í það að veita henni munngælur og ef þeir geri það, þá óski hún þess helst að þeir hætti því.

Hún segir að það hafi verið miserfitt að fá fólk til að ræða þetta. Til dæmis hafi franskt par verið meira en tilbúið til að ræða við hana í tvo daga um kynlíf sitt. Hún hafi síðan eytt vikum í að reyna að hafa uppi á Japönum sem væru reiðubúnir til að ræða þetta. Hún hafi fengið skilaboð frá japanskri móður að japönsk pör stundi ekki kynlíf eftir að hafa gengið í hjónaband eða eignast börn og vilji alls ekki tala um kynlíf. Drake bendir á að mörg gögn styðji þetta, til dæmis sé helmingur japanskra hjónabanda „kynlífslaus“ og 22% japanskra kvenna finnst kynlíf „of mikil fyrirhöfn“ til að nenna að standa í því.

Hún bendir á að í Ástralíu sé körlum og konum, sem stunda vændi, greitt fyrir að fara heim til fatlaðs fólks og stunda kynlíf með því.

Hún ræddi við samkynhneigt par í Nígeríu, sem var hent út úr íbúð sinni því það komst upp um samband þeirra. Nú hefur parið engan öruggan stað til að hittast og stundar því mjög sjaldan kynlíf.

Par í Reykjavík sagði henni að það sé ekki óalgengt að fólk noti Íslendingabók áður en til kynlífs kemur með nýjum aðila. Þetta sé gert til að koma í veg fyrir að fólk sofi hjá nánum ættingja sínum.

Kínverskur karlmaður sagði henni að daður í Kína eigi sér yfirleitt stað á „netbörum“ þar sem kynferðisleg samskipti fara eingöngu fram í netheimum. Sagði hann að það sé mjög eðlilegt að hafa aldrei hitt unnusta sína augliti til auglits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum