fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Þýsk kona fékk þyngri dóm en nauðgari – Kallaði hann „viðbjóðslegt nauðgarasvín“

Pressan
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk kona var dæmd til þyngri refsingar en dæmdur nauðgari fyrir að hafa kallað hann „viðbjóðslegt nauðgarasvín“.

Maðurinn var einn níu manna sem hópnauðguðu 15 ára stúlku í Hamborg fjórum árum áður.

Maðurinn fékk aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir níðingsverkið vegna ungs aldurs. Hann sat því aldrei í fangelsi að sögn New Zealand Herald.

Konan, sem er kölluðu Maja R. í þýskum fjölmiðlum, þekkti hann ekki en var meðal 140 manns sem sendu honum niðrandi skilaboð á WhatsApp eftir að nafni hans og númeri var lekið á Snapchat.

„Skammast þú þín ekki þegar þú horfir í spegil?“ skrifaði hún og bætti síðan við að hann sé „viðbjóðslegt nauðgarasvín“ og „viðbjóðslegt frík“.

Hún skrifaði einnig að hann gæti sig hvergi hreyft án þess að sparkað yrði í andlit hans og bætti síðan við: „Vonum bara að þú verðir læstur inni.“

Maja R. sagðist hafa sent skilaboðin án þess að hugsa sig um. Hún bað manninn síðan afsökunar.

Maðurinn var einn níu unglingspilta sem hópnauðguðu 15 ára stúlku klukkustundum saman í september 2020.

Átta piltanna sluppu við fangelsisdóm vegna ungs aldurs en sá níundi, sem er íranskur, játaði sök og varpaði þeirri spurningu fram fyrir dómi hvaða karlmaður vildi ekki taka þátt í nauðgun.

Maja R. var dæmd til þess að sitja í fangelsi eina helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum