fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Játaði að hafa myrt foreldra sína – Tókst að halda því leyndu árum saman

Pressan
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 07:00

Lois og John McCullough. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern tímann í júní 2019 myrti Virginia McCullough, sem er 36 ára, foreldra sína á heimili þeirra í Chelmsford í Essex á Englandi. En það liðu rúmlega fjögur ár þar til það uppgötvaðist að þau væru látin.

Sky News skýrir frá þessu og segir Virginia hafi leynt þessu með því að segja ættingjum að heilsa foreldra hennar væri ekki góð og að þau hefðu farið í ferðalag.

Í yfirheyrslum játaði hún að hafa myrt föður sinn, hinn sjötuga John, með lyfjum sem hafði verið ávísað á hann. Síðan stakk hún móður sína, Lois sem var 71 árs, í bringuna.

Fyrir dómi kom fram að Virginia faldi lík foreldranna í húsi þeirra og bjó sjálf þar næstu árin.

Til að leyna þessu sagði hún ættingjum sínum og læknum að foreldrum hennar liði ekki vel, þau væru í ferðalagi eða í löngu fríi.

Það var ekki fyrr en í september á síðasta ári sem lögreglan hóf að rannsaka hvarf hjónanna en það gerðist í kjölfar þess að heimilislæknir þeirra tilkynnti að þau hefðu ekki mætt í tíma sem þau áttu pantaða.

Lögreglumenn fóru því heim til hjónanna til að kanna með ástand þeirra. Þegar þeir voru nýkomnir játaði Virginia að hafa myrt þau og lögreglumennirnir fundu líkamsleifar þeirra.

Lydia George, yfirlögregluþjónn, sem stýrði rannsókninni sagði að hún hafi verið mjög flókin. Aðstæður á vettvangi hafi verið mjög erfiðar og vettvangsrannsóknin hafi staðið yfir í marga daga og verið mjög krefjandi. Hún sagði einnig að verknaður Virginia hafi haft mikil tilfinningaleg áhrif á fjölskyldu hennar og hafi lögreglan unnið náið með fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum