fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

Pressan
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 16:00

Teikning af dvergstjörnunni og rauða risanum. Mynd:Nasa Goddard Space Flight Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var 1946 sem T Coronae Borealis sást síðast. Þetta er dvergstjarna í um 3.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. En nú ber svo við að hún verður sýnileg á næstunni, frá því nú og fram í september.

Stjörnufræðingar segja að á þessum vikum geti fólk séð svolítið sem það fái aðeins tækifæri til einu sinni á ævinni og ekki eru allir svo heppnir á lífsleiðinni.

Það sem um ræðir er hitakjarnasprenging sem átti sér stað á stjörnunni fyrir mörg þúsund árum. Ljósið frá henni verður sýnilegt hér á jörðinni á næstu vikum. Hér á norðurhveli jarðarinnar verður dvergstjarnan jafn björt og Pólstjarnan.

The Guardian hefur eftir Laura Driessen, hjá eðlisfræðideild Sydney háskóla, að stjarnan verði einnig mjög björt á suðurhveli jarðarinnar.

Stjarnan verður sýnileg á um 80 ára fresti í kjölfar hitakjarnasprengingar á yfirborði hennar. Stjarnan er svokallaður hvítur dvergur. Hún sogar til sín vetni frá nærliggjandi rauðum risa, sem er önnur tegund stjarna, og myndast þrýstingur við það sem endar að lokum með sprengingu.

Ljósið frá sprengingunni verður sýnilegt í um viku og er þá miðað við að horft sé héðan frá jörðinni með berum augum til himins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri