fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Hinn fullkomni staður fyrir þá sem vilja ró og næði – Heil eyja til sölu

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 17:30

Mullagrach. Mynd:Galbraith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þarft þú á ró og næði að halda? Stað þar sem þú getur verið út af fyrir þig? Stað sem er ekki svo auðvelt að komast til? Þá er bara að rífa upp veskið og telja hvað er mikið í því og gera tilboð í eyju eina sem er nú til sölu.

Eyjan heitir Mullagrach og er afskekkta eyja í skoska Summer Isles klasanum. Strandlengjan er ansi gróf, þar eru hellar og syllur sem væri eflaust gaman að skoða, og svo er kofi á eyjunni.

Það ekki auðvelt að komast í land í Mullagrach. Mynd:Galbraith

 

 

 

 

 

Lágmarksverð á eyjunni er hálf milljón punda en það svarar til um 89 milljóna íslenskra króna. Það er um 35 mínútna sigling til eyjunnar frá Old Dorney Harbour á skoska meginlandinu.

Sky News segir að takmarkaður fjöldi áhugasamra kaupenda fái að fara út í hana til að skoða aðstæður. Er það vegna veðuraðstæðna og aðgengismála. Þeir, sem verða svo heppnir að fá að fara út í eyjuna, verða að vera í góðum útivistarfatnaði, góðum skóm og í nægilega góðu líkamlegu formi til að geta siglt þangað og klifrað upp stiga til að komast í land.

Kofinn sem er á eyjunni. Mynd:Galbraith

 

 

 

 

 

Í lýsingu Galbraith fasteignasölunnar kemur fram að kofi sé á eyjunni og falli hann vel inn í landslagið og séu umhverfisáhrif hans í algjöru lágmarki. Í kofanum er eldhús, kamína og tvö rúm. Sólarrafhlöður tryggja rafmagn og klósett er utandyra. Regnvatni er safnað með þar til gerðum búnaði en drykkjarvatn í flöskum er flutt út í eyjuna.

Hann lítur nú bara ágætlega út. Mynd:Galbraith

 

 

 

 

 

Núverandi eigandi keypti eyjuna fyrir 18 árum.

Það væsir ekki um fólk inni í kofanum. Mynd:Galbraith
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið