fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Móðir unga mannsins sem hvarf á Tenerife biðlar til mögulegra ræningja – „Hann er ekki vond manneskja“

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit stendur yfir á Tenerife að 19 ára karlmanni sem ekkert hefur spurst til síðan á sunnudaginn. Maðurinn sem um ræðir heitir Jay Slater og er breskur ríkisborgari. Birt hefur verið myndefni sem sýnir að eftir Slater yfirgaf ferðafélaga sína, fór hann á rave með ókunnugum mönnum. Þessir menn eru ekki lengur á Tenerife. Móðir Slater biðlar til þeirra sem gætu haft drenginn hennar í haldi að sleppa honum strax.   

Á myndefninu má sjá Slater rölta um dansgólfið á skemmtistað. Hann er með sólgleraugu og virðist vera einn síns liðs.

Slater flaug til eyjunnar með vinum sínum til að mæta á NRG-tónlistarhátíðina. Lokakvöld hátíðarinnar fór fram á sunnudaginn. Hann yfirgaf viðburðinn þó með tveimur mönnum sem hann hafði hitt þetta kvöld.

Morguninn eftir hringdi hann í vinkonu sína til að segja henni að sími hans væri við það verða batteríslaus og að hann væri strandaður einhvers staðar úti í rassgati.

Ekkert hefur spurst til hans síðan og leitarhópar hafa kembt svæðið í leit að honum án árangurs. Nú hefur áðurnefnt myndefni verið opinberað en talið er að þar megi sjá hvert Slater fór eftir að hann yfirgaf hátíðina. Um er að ræða skemmtistað sem spilar raftónlist, eða svokallað rave.

Vinkona Slater, Lucy, hefur nú biðlað til lögreglunnar í Bretlandi að taka yfir aðgerðir á eyjunni, en hún telur lögregluna á Tenerife ekki standa sig.

„Við þurfum bresku lögguna. Ég vil bara finna vin minn. Hans hefur verið saknað í þrjá daga. Þetta lítur alls ekki vel út núna. Okkur finnst eins og það sé lagt á okkur á finna hann og að við séum að gera meira en lögreglan.“

Lucy segir að mennirnir tveir, sem Slater yfirgaf tónlistarhátíðina með, séu farnir úr landi. Hún telur ljóst að lögregla þurfi að yfirheyra þá. Lucy hefur þá kenningu að Slater hafi verið rænt og gagnrýnir að lögreglan á Tenerife sé ekki að taka þann möguleika með í reikninginn.

Lucy stendur fyrir söfnun á GoFundMe til að „koma Jay Slater heim“ og hafa þegar safnast hátt í fjóra milljónir í söfnuninni. Ekki er alveg ljóst hvernig þessum pening verður varið.

Sjá einnig: Kenning í máli unga mannsins sem hvarf á Tenerife gæti kollvarpað rannsókn málsins

Móðir Slater, Debbie, óttast að syni hennar sé haldið nauðugum einhvers staðar. Hún er nú komin til Tenerife þar sem hún hjálpar til við leitina. Hún segir við The Mail:

„Ef einhver er með hann í haldi, sleppið honum. Hann er ekki vondur maður, kannski slóst hann í för með einhverjum ókunnugum sem hann vingaðist við. Ég er enginn hálfviti. Ég hef komið til Tenerife áður og hef unnið erlendis sjálf svo ég varaði hann við. Mér finnst bara að ef einhver hefur rænt honum, að þeir ættu að sleppa honum. Hann er ekki vond manneskja.“

Debbie segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem Slater ferðaðist til útlanda með vinum sínum. Hún hafi hvatt hann til að fara og fullvissað hann um að þetta yrði skemmtileg ferð. Hún segir að Slater drekki ekki mikið og sé að jafnaði hrókur alls fagnaðar.

„Hann hefði ekki tekið eftir hættumerkjunum, ef hann var undir áhrifum, hann vildi bara skemmta sér.“

Lögregla á Tenerife og innfæddir hafa bent á að svæðið þar sem Jay hvarf sé grýtt og þar er mikið af hrauni og gjótum sem auðvelt er að falla ofan í. Lögregla hefur nú þó stækkað leitarsvæði yfir til vinsælla ferðamannasvæða á borð við Los Christianos og Amerísku ströndina.

Mennirnir tveir, sem eins eru Bretar, sem sáust síðast með Slater sögðu að Slater hefði komið með þeim heim, á gististað sem er staðsettur í úthverfi í bænum Masca. Um morguninn hafi hann ætlað að taka rútuna til Los Christianos. Þeir flugu báðir heim til Bretlands í vikunni. Þegar Slater hringdi svo í Lucy um morguninn hafði hann misst af rútunni og sagðist vera týndur, hefði slasað sig á kaktus og hann væri ekki með neinn vökva á sér til að kæla sig niður. Hann sagðist hafa

The Sun greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io