fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Pressan

Þrjár elstu veirurnar sem herja á nútímamenn herjuðu á Neanderdalsmenn

Pressan
Mánudaginn 17. júní 2024 07:30

Neanderdalsmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neanderdalsmenn, sem voru uppi fyrir 50.000 árum, voru smitaðir af þremur veirum sem hafa áhrif á nútímamenn enn þann dag í dag.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn New Scientist sem segir að veirurnar, sem fundust í beinum Neanderdalsmanna, séu elstu veirurnar sem herja á nútímamenn. Þær eru um 20.000 árum eldri en fyrri methafi sem er ósköp venjuleg kvefveira sem fannst í 31.000 ára gömlum barnatönnum sem fundust í Síberíu.

Nýfundnu veirurnar voru í beinagrindum tveggja karlmanna af ætt Neanderdalsmanna en þær fundust í Altai fjöllunum í Rússlandi.

Veirurnar reyndust vera skyldar veirum sem valda ævilöngum sýkingum í nútímamönnum. Þetta eru adenóveira, herpes og papillomaveira.

Adenóveira getur valdið fjölda sjúkdómseinkenna í nútímamönnum, til dæmis kvef- og flensueinkennum og hálsbólgu. Papillomaveira smitast við kynmök og getur valdið kynfæravörtum og ákveðnum tegundum krabbameins. Herpesveirur geta valdið hlaupabólu, kuldasárum og fleira.

Höfundar rannsóknarinnar segja að niðurstöðurnar veiti áþreifanlega sönnun fyrir kenningunni um að veirur hafi hugsanlega átt sinn þátt í að Neanderdalsmenn hurfu af sjónarsviðinu fyrir um 40.000 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum