fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Auknar líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli ef maður er of feitur í áratug eða lengur

Pressan
Sunnudaginn 16. júní 2024 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur undir fimmtugu, sem hafa glímt við offitu í áratug eða meira, eru í meiri hættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall en þær sem ekki hafa glímt við offitu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var kynnt á ársfundi Endorcinre Society í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum nýlega. Sky News skýrir frá þessu.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að konur undir fimmtugu, sem hafa glímt við offitu í 10 ár, séu, í allt að 60% meiri hættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall.

Karlar, yngri en 65 ára, eru í 57% meiri hættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall að sögn Alexander Turchin, prófessors í læknisfræði við læknadeild Harvard háskólans. Hann sagði að þessi tengsl hafi ekki fundist hjá konum yfir fimmtugu og körlum eldri en 65 ára.

Niðurstöðurnar virðast einnig benda til að það að vera of feitur í skamman tíma auki ekki líkurnar á hjartaáfalli eða heilablóðfalli.

Turchin sagði að þetta þýði að „offita á einhverjum tímapunkti ráði ekki örlögum manns“ og bætti síðan við: „Ef tekist er tímanlega á við offitu, þá er hægt að koma í veg fyrir fylgikvilla af hennar völdum.

Hann sagði að vitað hafi verið að það að burðast með aukakíló auki hættuna á ýmsum sjúkdómum, til dæmis hjartasjúkdómum og sykursýki 2. Rannsóknir hafi hins vegar ekki veitt skýra niðurstöðu um hversu lengi manneskja þarf að glíma við offitu til að hún verði áhættuþáttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum