fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart

Pressan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 07:00

Hreyfing er mikilvæg eb hún þarf að fara fram á réttum tíma dagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir byrja daginn með því að fara út að hlaupa og finnst þeir ekki komast almennilega í gang öðruvísi. Þetta var einmitt það sem 66 ára maður, sem bjó í Sichuan í Kína, hafði tamið sér.

Lam Kang hafði tamið sér heilbrigðan og agaðan lífsstíl en hann lést skyndilega af völdum hjartaáfalls og er óhætt að segja að það hafi komið fjölskyldu hans algjörlega í opna skjöldu. Hún áttaði sig ekki á hvernig það gat orðið svona brátt um mann sem hafði tamið sér mjög heilbrigðan lífsstíl. Hann var fyrirmynd barnanna sinna þegar kom að heilbrigði.

Sanook skýrir frá þessu og segir að Lam Kang hafi farið á fætur klukkan fjögur á hverjum morgni til að fara út að hlaupa. Að því loknu hafi hann fengið sér heimagerðan mat og hafi hann alltaf gætt þess að borða ekki mat sem innihélt rotvarnarefni. Þess utan borðaði hann mikið af ávöxtum og grænmeti.

Þegar læknar ræddu við fjölskylduna eftir andlát hans áttaði hún sig á að hlaupin svona snemma að morgni gætu hafa verið allt annað en góð fyrir heilsufar hans.

Læknarnir sögðu þeim að hlaupatúrar svona snemma á morgnana geti valdið því að æðarnar dragist saman en það veldur skyndilegri hækkun á blóðþrýstingnum. Þetta er mjög hættulegt fyrir fólk sem glímir við leyndan heilsufarsvanda.

Læknarnir sögðu fjölskyldunni að til að forðast að svona lagað gerist þurfi eldra fólk að hafa í huga að stunda hreyfingu þegar hlýrra er en snemma að morgni og að leggja áherslu á hreyfingu með hæfilegri ákefð, til dæmis rólega göngu, frekar en hlaup sem reyna mjög á.

Þeir sögðu einnig að það sé mikilvægt að mataræðið sé þannig að fólk fái næga næringu, sérstaklega holl fituefni sem geta verndað æðarnar.

Einnig er mikilvægt að fara reglulega í heilsufarsskoðun svo hægt sé að koma auga á heilsufarsvanda og takast á við hann í tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri