Live Science skýrir frá þessu og segir að auk geimfarsins verði ómannað lendingarfar og bíll sendir til tunglsins í samvinnu við Japani. Stefnt er að því að geimfarið flytji 3 kíló af jarðvegssýnum til jarðarinnar.
Erfiðasti hluti verkefnisins er að láta lendingarfarið tengjast Chandrayaan-4 á braut um tunglið. Mun geimfarið þá taka jarðvegssýnin og flytja til jarðarinnar.
Ekki hefur enn verið tilkynnt opinberlega hvar lendingarfarið á að lenda en reiknað er með að það verði einhvers staðar á suðurpól tunglsins.