fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Þetta skaltu aldrei gera þegar þú málar heima hjá þér

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 13:30

Ekki sleppa málningarlímbandinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú kannski ekki það skemmtilegasta í heimi að mála en stundum þarf að mála heima hjá sér og þá er ekkert annað að gera en takast á við það og reyna að gera það sómasamlega.

En það er eitt og annað sem á EKKI að gera þegar heimilið er málað. Meðal þess eru eftirtalin atriði:

Ekki sleppa því að nota málningarlímband. Það getur verið að það taki langan tíma að setja málningarlímband með fram öllum gluggakistum, dyrakörmum og skápum en þegar upp er staðið þá er þessum tíma vel varið. Línurnar verða flottar og beinar og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að málning fari út fyrir þá fleti sem verið er að mála. Það er síðan ágætt að fjarlægja límbandið um 15 mínútum eftir að málningarvinnunni lýkur því ef það dregst of lengi getur hluti af nýju málningu losnað þegar límbandið er fjarlægt.

Ekki sleppa því að hylja gólfið. Það tekur ekki langan tíma að hylja gólfið með til dæmis plasti, dagblöðum eða gömlum teppum. Það er líka þess virði að gera það áður en hafist er handa við að mála því það er ekki gaman að fá málningu á gólfið.

Ekki byrja of snemma á næstu umferð. Málning þarf að fá að þorna áður en byrjað er á næstu umferð. Það getur auðvitað verið freistandi að byrja á næstu umferð eins fljótt og hægt er en ef það er gert þá verður útkoman hugsanlega verri en ef þolinmæðin fær að ráða för og beðið er eftir að málningin þorni alveg. Ef það stendur að klukkustund eigi að líða þar til næsta umferð er máluð þá skaltu bíða í þessa klukkustund.

Ekki kaupa allt of ódýr verkfæri. Það er freistandi að kaupa ódýrustu penslana og önnur verkfæri sem þarf í málningarvinnuna. En þetta geta verið stór mistök því gæði verkfæranna haldast oft í hendur við verðið. Ef þú kaupir gæðapensla getur þú losnað við að pensilförin sjáist og að pensillinn dragi of mikla málningu í sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið