fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun í miðju Vetrarbrautarinnar

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 14:30

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar. Það var vitað að þar er risastórt svarthol og því kom það mjög á óvart að finna annað ekki svo fjarri. Það nýuppgötvaða er töluvert minna eða millistórt. Það leynist rétt aftan við miðju Vetrarbrautarinnar.

Live Science segir að IRS 13 stjörnuþyrpingin hafi lengi verið ráðgáta fyrir stjörnufræðinga. Hún er nærri miðju Vetrarbrautarinnar, eða í aðeins tíunda hluta ljósárs fjarlægð, þar sem Sagittarius A, ofurmassamikið svarthol er. Nálægð stjörnuþyrpingarinnar við þyngdaraflssvið þessa ofurmassamikla svarthols ætti að þýða að hún ætti ekki að hafa neina sérstaka lögun.

En stjörnufræðingar uppgötvuðu að heitar og massamiklar stjörnurnar í þyrpingunni hreyfast á skipulegan hátt. Telja stjörnufræðingarnir að ástæðan sé að þær séu tengdar svartholi sem togast á við Sagittarius A. Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í The Astrophysical Journal.

Áður var vitað að til voru tvær tegundir svarthola – þau sem eru með massa sem er allt frá því að vera nokkrum sinnum massi sólarinnar upp í að vera massi á við massa nokkurra tuga sóla og ofurmassamikil svarthol en massi þeirra er allt frá því að vera nokkrum milljónum sinnum meiri en massi sólarinnar upp í að vera á við 50 milljarða sóla.

Vísindamenn hefur lengi grunað þriðja tegund svarthola sé til, þau sem eru með massa á bilinu 100 til 100.000 sinnum massi sólarinnar. Nokkrir líklegir kandídatar höfðu fundist áður en fyrrgreint svarthol fannst. Telja stjörnufræðingar líklegt að það sé í þessum flokki og hyggjast þeir rannsaka það enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið