fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 14:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiri hætta er á að fylgikvillar af völdum hjartaðgerða fari fram hjá læknum ef þeir koma upp hjá konum en körlum . Það sama gildir um meðferð við þeim, það eru minni líkur á að konur fá meðferð við fylgikvillum af völdum hjartaaðgerða en karlar. Þetta veldur því að dánartíðnin af völdum þeirra er hærri hjá konum en körlum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að konur séu líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla áhættusamra hjartaaðgerða.

Í rannsókninni kemur fram að lífshættulegir fylgikvillar á borð við hjartaáfall og sýkingar greinist síðar hjá konum en körlum og það valdi því að dánartíðnin sé hærri hjá konum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu JAMA. Í henni var unnið með sjúkraskrár rúmlega 860.000 sjúklinga sem fóru í mjög áhættusamar skurðaðgerðir á tímabilinu frá október 2015 þar til í febrúar 2020. Allar aðgerðirnar tengdust hjartanu eða æðakerfinu.

Í heildina fengu 15% sjúklinganna einhverja fylgikvilla í kjölfar aðgerðarinnar og var hlutfallið nokkuð jafnt hjá konum og körlum. En þegar horft er á heildarmyndina þá létust 11% kvennanna af völdum fylgikvilla en hjá körlunum var hlutfallið 8,6%.

Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að munurinn liggi líklega í því að læknar hafi ekki greint fylgikvillana eins snemma hjá konunum og körlunum og að þar af leiðandi hafi verið tekist á við þá seinna en hjá körlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið