fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Fann mikið magn rómverskra peninga víðs fjarri útvarðstöðvum heimsveldisins

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 17:30

Hluti af fjársjóðnum. Mynd:GDKE RLP, Landesarchäologie Koblenz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur amatörfornleifafræðingur fann nýlega 3.000 myntir frá tíma Rómarveldis þegar hann var við fjársjóðsleit með málmleitartæki. Það sem vekur einna mesta athygli við þennan fund er að peningarnir fundust á óvenjulegum stað, töluvert norðan við útvarðstöðvar heimsveldisins.

Live Science segir að fjársjóðurinn hafi fundist fjarri þekktum þýskum byggðum á þessum tíma. Sérfræðingar hafa ekki hugmynd um hvenær eða af hverju fjársjóðurinn endaði þarna.

Amatörfornleifafræðingurinn tilkynnti þýskum fornleifayfirvöldum strax um fundinn. Fornleifafræðingar mættu á svæðið og grófu upp 2.940 myntir og rúmlega 200 þunn silfurbrot sem eru skreytt með rúmfræðimyndum.

Timo Lang, yfirmaður fornleifastofnunarinnar í Rhineland-Palatinate, stýrði uppgreftrinum og sagði hann í samtali við Live Science að megnið af myntinni séu svokallaðar Antoniniani en það var hin opinbera silfurmynt í rómverska heimsveldinu á þriðju öld eftir Krist. Þessi mynt var þó að mestu úr bronsi en var húðuð með þunnu silfurlagi.

Fjársjóðurinn fannst nærri bænum Herschback á Westerwaldfjallasvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið