fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Tekinn af lífi þrátt fyrir ákall dómara og kviðdómenda um að það yrði ekki gert

Pressan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 07:00

Richard Moore. Mynd:Lögfræðingateymi Moore.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var James Mahoney, 59 ára, tekinn af lífi í Suður-Karólínu eftir að ríkisstjórinn neitaði ákalli um að breyta dauðadómnum í ævilangt fangelsi. Meðal þeirra sem hvöttu til að dómnum yrði breytt voru dómarinn sem dæmdi hann til dauða og þrír kviðdómendur sem sakfelldu hann.

Sky News segir að Moore hafi verið með augun lokuð og höfuð hans hafi beinst að loftinu þegar aftakan hófst. Lögmaður hans til 10 ára grét og Moore lést innan tíu mínútna.

Hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa skotið verslunarmanninn James Mahoney til bana í verslun í Spartanburg í september 1999.

Moore var óvopnaður en náði byssu, sem Mahoney beindi að honum, af honum og skaut hann í bringuna. Mahoney skaut Moore í handlegginn með annarri skammbyssu á sama tíma.

Lögmaður Moore segir að til deilna hafi komið á milli Moore og Mahoney því það hafi vantað 12 sent upp á greiðslu Moore fyrir það sem hann var að kaupa.

Hann tók 1.400 dollara úr sjóðvélinni áður en hann yfirgaf verslunina.

Lögmenn Moore fóru fram á það við Henry McMaster, ríkisstjóra, að hann breytti dauðadómnum í ævilangt fangelsi vegna góðrar hegðunar Moore í fangelsinu og atorku hans við að kenna öðrum föngum.  Þeir héldu því einnig fram að það væri óréttlátt að taka mann af lífi fyrir eitthvað sem mætti telja sjálfsvörn. Hann hafi komið óvopnaður inn í verslunina og hafi ekki haft í hyggju að drepa neinn. Þess utan væri hann eini svarti maðurinn á dauðaganginum, sem hafi verið sakfelldur af kviðdómi sem enginn svartur maður sat í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 5 dögum

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa