fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Fíkniefnasalar gengu beint í gildru „sérfræðinga í dularklæðnaði“

Pressan
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 04:12

Deadpool og Wolverine í samnefndri mynd. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fíkniefnalögreglan í Lima, höfuðborg Perú, nýtti sér hrekkjavökuna í síðustu viku til að blekkja meðlimi eiturlyfjahrings upp úr skónum.

Tveir lögreglumenn klæddu sig eins og ofurhetjurnar Deadpool og Wolverine og létu síðan til skara skríða gegn meðlimum eiturlyfjahringsins á fimmtudaginn.

Aðgerðin fór fram í Rimac-hverfinu. Þar réðust lögreglumennirnir (ofurhetjurnar) inn í íbúð og lögðu hald á fíkniefni.

Carlos Lopez, yfirlögregluþjónn, sagði að lögreglumennirnir hafi nýtt sér hrekkjavökuna og ofurhetjubúninga til að blekkja fíkniefnasalana.

Hann sagði einnig að lögreglumenn í Lima hafi fyrir venju að klæðast búningum á hrekkjavökunni og gefa börnum sælgæti en nú hafi þeir einnig ákveðið að nota búningana til að blekkja fíkniefnasalana.

Fjórir voru handteknir í aðgerðinni en þeir voru á fullu við framleiða og pakka fíkniefnum þegar lögreglumennirnir ruddust inn í íbúðina þeirra.

Hald var lagt á 54 pakka af kókaíni, 850 pakka af kókaíni í neytendaskömmtum og reiðufé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 5 dögum

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa